Leita í fréttum mbl.is

Stjórn lands og borgar

Það eru mikil skil milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar og togstreita þarna á milli. Landsbyggðin er í vörn, mismikilli eftir svæðum, en höfuðborgarsvæðið í sókn og áhrifasvæði þess fer stækkandi.

Landsbyggðarþingmenn vilja eðlilega verja sín svæði. Stundum tekur þessi vörn á sig skringilegar myndir eins og þegar fólk er á móti framkvæmdum á höfuðborgarsvæði vegna þess að það telur að landsbyggð beri þá skarðan hlut frá borði.

Þetta verður skringilegra með árunum, þegar framkvæmdir eru á höndum einkageirans, og ákvarðanir stjórnvalda hafa lítið með málin að segja. Þau geta til dæmis ekki ákveðið að álver rísi á einum stað en ekki öðrum, ef fyrirtækin hafa gengið löglega frá sínum málum.

Það er ljóst að ýmsir eldri stjórnmálamenn eiga erfitt með að sætta sig við nýja stöðu mála. Þannig lýsti iðnaðarráðherra stöðu álvera í undirbúningi þegar hann tók við, eins og hann gæti ráðið um það hvort þau yrðu byggð á Bakka, í Helguvík, í Þorlákshöfn eða annars staðar. Þó var ljóst að sveitarfélögin á þessum þremur stöðum bæði vilja og geta komið þessum álverum upp og útvegað orku, vatn og annað sem til þeirra þarf.

Í besta falli getur svona málflutningur skapað úlfúð og í versta falli tafið framgang mála. Þetta er ekki eitthvað sem flokkarnir geta litið framhjá. Þeir stjórna landi þar sem tæpir tveir þriðju landsmanna búa á einu svæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nem ég staðar bak við hann Svenna...

Guðríður (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband