Leita í fréttum mbl.is

MacBook Hot Air

Það er þriðjudagskvöld og á heimili mínu er eitthvað að gerast. Ég birtist með venjulegt A4-umslag og opna það, og dreg út ... MacBook heimilisins.

Hún er í hvítu plasti og heilum sentimetra þykkari en tækniundrið sem Steve Jobs var að kynna fyrr í kvöld vestur í Kaliforníu. Auk þess er hún með hraðari gjörva (cpu), stærri harðan disk og jafnstóran skjá. Bíddu við, og kostar líklega rúman helming af því sem MacBook Air í sínu fína pússaða áli mun kosta.

Ef maður kaupir útgáfuna af MacBook sem kom í verslanir fyrir jól, má fá 2,2 Ghz Core 2 Duo gjörva með 800 Mhz braut, svokallað Santa Rosa chipset, fyrir 130.000 krónur. Það er í Apple-búðinni, sem mér skilst að sé ein okurbúlla.

Maður getur fengið sér Dell-fartölvu hjá EJS með sömu grunngerð, Dell Inspiron 1720, sem kostaði í haust 180.000 krónur. Hún kemur í fleiri litum. MacBook Air verður aðeins í pússuðu áli en verður varla ódýrari.

Kaupið, kaupið! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband