Leita í fréttum mbl.is

Húsaníð

Viðtal Egils Helgasonar við Sigmund Gunnlaugsson í Silfri Egils á sunnudag hefur vakið sterk viðbrögð.

Sigmundur hefur sýnt með tiltölulega einföldum myndum hvernig falleg hús í Reykjavík hafa verið gerð að dauðum kumböldum. Því miður var það gert í góðri trú og sporin hræða.

Það sem kom þó fram sterkast hjá honum er að hvatinn er ennþá til að láta hús grotna niður og byggja nýtt og stærra á sömu lóð, selja og fara, endurtaka svo leikinn á næsta stað.

Þetta hefur komið fram áður en Sigmundur getur sett fram málefnið á þann hátt sem lætur fáa ósnortna. Það má því búast við viðhorfsbreytingu þegar þættir frá honum verða sýndir síðar í vetur.

Nú er rætt um að það þurfi að greiða skaðabætur til þeirra sem höfðu öðlast byggingarrétt þar sem nú á að friða. Þá verður manni hugsað til hvort borgarbúar eigi ekki rétt á skaðabótum frá þeim sem gerðu falleg hús að ljótum. Þannig gæti bankinn sem eignaðist hús Útvegsbankans við Lækjartorg bætt fyrir það sem þar var gert. Tryggingafyrirtækið sem eignaðist Almennar tryggingar og þar með húsið milli Hótel Borgar og Reykjavíkurapóteks gæti rétt hlut borgaranna eða átt á hættu að vera minnst fyrir þessa framhlið svo lengi sem fólk gengur um Austurvöll.

Einfaldar teikningar og samsettar myndir hafa orðið sterkt vopn í höndum húsfriðunarsinna. Teikning Snorra Freys Hilmarssonar af húsinu sem gæti komið við Laugaveg 51 (við hornið á Frakkastíg, þar sem nú er verslunin Vínberið) vakti mikla athygli. Einfaldar myndir Sigmundar þar sem hann sýndi áður falleg hús og óskapnaðinn sem við þekkjum í dag voru jafn sláandi.

Það má kalla ódýrt bragð að setja verstu húsgafla Reykjavíkur inn í fallega borgarmynd Kaupmannahafnar, en Sigmundur er að vekja athygli á málum sem þarf að mála í sterkum litum. Það er einfaldlega erfitt að sjá hvað er mögulegt á Laugavegi þegar maður er alinn upp við að þetta sé stræti sem allt of margir ganga illa um.

Það vekur athygli mína strax hvað önnur mynd er á húsum við Laugaveg sem eru lægri í dag en þau voru, þar sem gatan hefur fyllt upp í hálfa hæð. Svipur húsanna gerbreytist og það er augljóst af hverju lagt er til að lyfta þeim, það er búið að grafa þau að hluta niður!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

   Umræddur þáttur varð valdur að því, að ég skipi algjörlega um skoðunn á verndun gamala húsa.

haraldurhar, 15.1.2008 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband