Leita í fréttum mbl.is

Illa farið með Seltirninga

Seltjarnarnesið er eitt merkilegt nes. Á landi Seltjarnarneshrepps býr helmingur þjóðarinnar og hinn helmingurinn hefur átt erindi þangað, að undanskildum nokkrum aðdáunarverðum sérvitringum. Á landi þess sitja nú mestöll Reykjavík, Kópavogur og upprunasveitarfélagið Seltjarnarnes.

Seltjarnarnesið gaf þetta allt og hefur þegið lítið í staðinn. Það átti fyrst sveitarfélaga byggðasamlag með Reykjavík þegar það greiddi með rekstri strætisvagna, þannig að einn þeirra gengi um Nesið. Seltjarnarnesið greiddi með rekstri Sinfóníuhljómsveitar við hlið Reykjavíkur, en það gerðu ekki önnur sveitarfélög.

Um langa hríð hafa Seltirningar tekið þátt í rekstri hjúkrunarheimilins Eirar. Fyrsti áfangi þess var byggður í Grafarvogi. Næsti áfangi átti að vera í miðbæ Nessins, á Hrólfsskálamel. Því miður fór miðbæjarskipulagið þar á flug og hefur varla lent, ef miða á við íbúðaverð sem er þar í boði núna. Í staðinn ætluðu Seltirningar að taka þátt í að reisa hjúkrunarheimili með Reykvíkingum á gömlu Lýsislóðinni við enda Grandavegar.

Það er illa farið með Seltirninga að taka fyrst allt landið af þeim og höggva svo aftur í sama knérunn og finna allt til að torvelda að hjúkrunarheimilið verði reist þar. 

Það er ætíð vindur á Nesinu, nema einn dag á ári. Það veit enginn hvenær hann verður, en ef hann kemur snemma á árinu er almenn sorg, því þá kemur ekki annar logndagur á því ári. Það er alltaf sama vindáttin á Nesinu. Það er hafátt.

Ég bjó á Rein, á Melabrautinni í sjö ár og langar alltaf aftur á Nesið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband