13.1.2008 | 02:46
Alþjóðlegur miðbær
Farðu um miðbæ Reykjavíkur snemma á laugardagsmorgni eða fyrir hádegi á sunnudagsmorgni. Það fyrsta sem þú heyrir er líklega pólska. Þá heyrirðu norsku, sænsku, ensku, þýsku, frönsku eða dönsku, áður en þú heyrir íslensku.
Svona er það nú bara. Miðbær Reykjavíkur er alla jafna fullur af fólki sem er að koma til landsins, bæði ferðamenn, nýkomið fólk og námsmenn. Þetta er eðlilegur staður fyrir ferðamennina, og fyrir hádegi um helgar verður það áberandi að þeir eru í meirihluta í bænum.
Ennþá er svipað dýrt að leigja nærri miðbæ Reykjavíkur eins og það er í úthverfunum. Það er því eðlilegra fyrir marga námsmenn sem koma til landsins að festa sig þar. Um tíundi hluti námsmanna í Háskóla Íslands er til dæmis frá öðrum löndum og fer fjölgandi.
Eins má heyra í röðinni í Bónus í Kjörgarði að margir sem koma til að vinna hér á landi hafa fundið sér stað nálægt miðbænum. Þannig er miðbærinn og nánasta umhverfi hans orðið að alþjóðlegasta hverfi landsins, að fráskildum nokkrum stöðum á Vestfjörðum.
Er nóg gert fyrir þetta fólk? Hvar eru merkingar á öðrum tungumálum en ensku? Eru ekki ferðamennirnir mikilvægur viðskiptahópur? Á ekki að gera eitthvað fyrir þá, eða lita borgaryfirvöld bara á þá sem tekjulind? Nokkur upplýsingaskilti eru þarna en margt betra mætti gera.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Menning og listir, Umhverfi | Breytt s.d. kl. 03:46 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Íslendingar eru morgunsvæfasta þjóð sem ég hef haft kynni af (og sjálfur er ég morgunsvæfastur Íslendinga).
Elías Halldór Ágústsson, 13.1.2008 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.