Leita í fréttum mbl.is

Batnandi gengi dollars og olíuverðið

Síðan George W. Bush tók við stjórn hefur gengi dollars legið niður á við. Um leið hefur verð á olíu legið upp á við, þar til þessar tvær stærðir mættust í einum viðskiptum þar sem olíufatið fór á $100.

Allar fréttir frá Bandaríkjunum þetta árið munu minna fólk á þá staðreynd, að George W. Bush fer frá völdum um þetta leyti næsta ár. Af þessum sökum einum fer gengi dollars batnandi.

Olíuverð mun haldast hátt. Bush hefur átt sinn þátt í því með innrás í Írak og stöðugum ýfingum við Írani. Meginstærðin sem ýtir verðinu upp hefur þó verið annars staðar. Um leið og Kína hefur orðið ríkara, hafa önnur fjölmenn ríki eins og Indland, Indónesía og Thailand einnig orðið ríkari. Nú eru jafnvel Víetnamar farnir að taka þátt í dansinum um gullkálfinn.

Þó að ríki Suður- og Austur-Asíu muni ekki verða nema hálft eins rík og Vesturlönd, þýðir það að neysla eykst um það sem samsvarar tvöfaldri neyslu Evrópu og N-Ameríku. Iðnframleiðslan í Asíulöndum þarf orku til að keyra þennan búskap, sem í dag er olía. Um leið hækkar verð á mörgum matvælum, þar sem eftirspurn eykst.

Háverðið á olíu hefur leitt til þess að þekktar birgðir sem þóttu dýrar að sækja, verða núna notaðar. Þannig eru nýir olíufurstar nyrst í Ameríku, í Calgary og Prudhoe Bay. Alaskabúar fá væntanlega góða ávísun þetta árið þegar framleiðslugróði ríkisins verður reiknaður. Vinir Bush-feðga í Texas hafa haft ástæðu til að kætast, en einnig óvinur þeirra í Venesúela.

Hátt olíuverð  eykur óróa í öllum olíuframleiðslulöndum Afríku og Mið-Austurlanda, og hefur einnig áhrif þar á svæðinu í löndum sem ekki njóta gróðans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband