Leita í fréttum mbl.is

Lánsfjárvandinn

Í september skrifaði ég um minnkandi framboð á lánsfé í heiminum og þeirri skýringu að það séu undirmálslán sem orsaka þann vanda.

Ég taldi að fleiri og stærri þættir gætu verið að verki og nefndi herkostnað í Írak. Ég kallaði færsluna Fíllinn í stofunni í bandarískum efnahagsmálum. Myndlíkingin er þekkt frá fjölskyldum alkóhólista og þeirra sem þekkja táknmyndir stóru bandarísku stjórnmálaflokkanna. Sumir gætu leitt hugann að þurrum alkóhólista sem situr í Hvíta húsinu.

Nú hefur komið í ljós að báðar þessar stærðir, undirmálslán og herkostnaður í Írak eru enn stærri en áður var talið. Sem fyrr er herkostnaður miklu mun stærri. Undirmálslán teljast 8 milljarða dollara virði meðan herkostnaðurinn var áætlaður 9 milljarðar dollara á mánuði af talsmönnum stjórnarinnar.

Ekki getur verið að öll undirmálslán falli ógreidd. Ef gert er ráð fyrir að í alversta falli náist ekki 25% af þeim, þá eru það 2 milljarðar dollara. Fjárlagahallinn í Bandaríkjunum gerir þetta að smápeningum.

Sem fyrr tel ég að orsaka lánsfjárkreppunnar (credit crunch) sé að finna annars staðar. Hins vegar hafi verið þægilegt að skella skuldinni á undirmálsfólk sem eigi sér fáa málsvara í fjármálastofnum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Heyrðirðu fréttir í kvöld. Meira að segja forsætisráðherra Breta hamast við að halda því fram að ekkert sé að í UK. Þetta sé allt utanað komandi vandi frá þessum lúserum í USA, undirmálsfólkinu. Allt í topp lagi innanlands þar (eins og á Íslandi)

Heyrðu annars. Værirðu til í að gerast viðskipta fréttamaður. Ég er kominn með upp í kok. (sjá síðustu bloggfærsluna mína)

Það vantar einhvern til að koma með vitrænar fréttaskýringar af viðskiptalífinu. 

Jólar eins og ég sjá meira að segja þvæluna í núverandi fréttaflutningi.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 8.1.2008 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband