8.1.2008 | 06:17
Lánsfjárvandinn
Í september skrifaði ég um minnkandi framboð á lánsfé í heiminum og þeirri skýringu að það séu undirmálslán sem orsaka þann vanda.
Ég taldi að fleiri og stærri þættir gætu verið að verki og nefndi herkostnað í Írak. Ég kallaði færsluna Fíllinn í stofunni í bandarískum efnahagsmálum. Myndlíkingin er þekkt frá fjölskyldum alkóhólista og þeirra sem þekkja táknmyndir stóru bandarísku stjórnmálaflokkanna. Sumir gætu leitt hugann að þurrum alkóhólista sem situr í Hvíta húsinu.
Nú hefur komið í ljós að báðar þessar stærðir, undirmálslán og herkostnaður í Írak eru enn stærri en áður var talið. Sem fyrr er herkostnaður miklu mun stærri. Undirmálslán teljast 8 milljarða dollara virði meðan herkostnaðurinn var áætlaður 9 milljarðar dollara á mánuði af talsmönnum stjórnarinnar.
Ekki getur verið að öll undirmálslán falli ógreidd. Ef gert er ráð fyrir að í alversta falli náist ekki 25% af þeim, þá eru það 2 milljarðar dollara. Fjárlagahallinn í Bandaríkjunum gerir þetta að smápeningum.
Sem fyrr tel ég að orsaka lánsfjárkreppunnar (credit crunch) sé að finna annars staðar. Hins vegar hafi verið þægilegt að skella skuldinni á undirmálsfólk sem eigi sér fáa málsvara í fjármálastofnum.
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyrðirðu fréttir í kvöld. Meira að segja forsætisráðherra Breta hamast við að halda því fram að ekkert sé að í UK. Þetta sé allt utanað komandi vandi frá þessum lúserum í USA, undirmálsfólkinu. Allt í topp lagi innanlands þar (eins og á Íslandi)
Heyrðu annars. Værirðu til í að gerast viðskipta fréttamaður. Ég er kominn með upp í kok. (sjá síðustu bloggfærsluna mína)
Það vantar einhvern til að koma með vitrænar fréttaskýringar af viðskiptalífinu.
Jólar eins og ég sjá meira að segja þvæluna í núverandi fréttaflutningi.
Jóhannes Snævar Haraldsson, 8.1.2008 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.