6.1.2008 | 03:39
Stutt spá um forkosningar í New Hampshire
Ég gerði stutta spá um úrslit forkosninga í Iowa, um það leyti sem þær voru að hefjast. Ég náði að segja rétt til um úrslit þar. Nú er röðin komin að New Hampshire, fyrsta ríkið sem heldur eiginlegar forkosningar (primary).
Nú fer leikur að æsast svolítið. Úrslit í Iowa gerðu ekki annað en að opna möguleika upp á gátt, að minnsta kosti fram til Super Tuesday. Í janúar eru eftir forkosningar í Michigan og South Carolina. Forkosningar verða einnig í Florida en vegna þess að ríkið ákvað að brjóta reglur flokkanna og færa forkosningar fram, verða fulltrúar þaðan ekki teknir gildir á þingi demókrata og aðeins að hálfu hjá repúblikönum. Demókratar taka heldur ekki fulltrúa Michigan gilda, sem þýðir að frambjóðendur leggja litla áherslu á baráttu þar. Auk Florida, taka repúblikanar fulltrúa frá Michigan, New Hampshire, South Carolina og Wyoming gilda að hálfu.
---
Ég geri ráð fyrir að Clinton eigi meira fylgi í New Hampshire en í Iowa. Hún ætti að ná svipaðri kosningu og Obama, en það gengur líklega verr hjá Edwards, sem verður að treysta á góð úrslit í South Carolina. Obama sýndi í Iowa að hann getur náð til kjósenda sem ekki höfða til annarra, sem ætti að tryggja honum sigurinn í New Hampshire. Þar mega óflokksbundnir velja hvort þeir kjósa hjá demókrötum eða repúblikönum. Í Iowa eru það einungis flokksbundnir sem velja.
Hjá repúblikönum má gera ráð fyrir að Mitt Romney gangi betur í New Hampshire en hann gerði í Iowa og Huckabee eiga færri atkvæði. McCain fór ekki einu sinni til Iowa heldur notaði tímann til að berjast í New Hampshire, sem sýnir að hann leggur mikla áherslu á góða útkomu þar. Ég tel að Romney nái að verða efstur.
Frambjóðendur með lítið fé í farteskinu þurfa að treysta á snjóboltaáhrif, þar sem gott gengi í fyrstu forkosningunum gefur þeim von um fé fyrir Super Tuesday og forkosningar í öðrum stórum ríkjum síðar. Clinton, Obama og Giuliani eru ekki háð þessu. Þannig hefur orðið þessi sérkennilega bardagalist Giulianis sem ætlar ekki að byrja að beita sér fyrr en við Super Tuesday.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.