Leita í fréttum mbl.is

Sandárbókin eftir Gyrði Elíasson

Sveitasagan Sandárbókin - pastoralsónata eftir Gyrði Elíasson fékk mig til að hugsa um margt.

Einhverra hluta vegna fór ég að hugsa um alla aðra hluti en það sem þar var skrifað þegar ég las hana. Ekki fyrir það að hún hlaupi um víðan völl. Þvert á móti er hún stutt, skörp, auðlæs og segir allt í fáum orðum.

Hugurinn kallar upp Walden eftir Henry David Thoreau, sem Gyrðir vitnar reyndar beint til, en einnig Walt Whitman og Carl Sandburg. Kannski hefur það ekkert með bókina að gera en undirritaður er ekki bókmenntafræðingur.

Hugurinn reikar líka til Tolstoj, einhverra hluta vegna, sögu hans af manninum sem mátti helga sér eins mikið land og hann kæmist kringum. Sögurnar eru ólíkar en leiða samt að svipuðum endi.

Það skal viðurkennast hér að ég er aðdáandi annars skálds úr Skagafirðinum sem kunni að segja margt í knöppum stíl. Án þess að ég beri saman þá Gyrði og Indriða að öðru leyti, þá er stíll Gyrðis enn hnitmiðaðri, áferðarléttari og segir samt stóra sögu.

Afbragð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Já Gyrðir er alltaf sérlega ljúfur til lestrar. Ég ætlaði að kaupa þessa bók skömmu fyrir jól en hún var þá uppseld. Ætlaði þá að ná henni dagana eftir jól þegar fólk fer að skila en þá sagði fólkið í BSE mér að þessari bók væri ekkert skilað!! Segir kannski eitthvað um hvað er að marka þessar opinberu sölutölur.

Þorsteinn Sverrisson, 5.1.2008 kl. 09:16

2 identicon

Þetta er afburðagóð samantekt á Sandárbókinni í örstuttu máli. Það vill svo til að ég er hjá Uppheimum sem gefa bókina út og get upplýst að Gyrðir var hrifinn af þessum pistli því greiningin væri hárrétt á tengingum við aðra höfunda.

Og þótt svo hafi farið að bókin seldist upp og sé nú ófáanleg get ég líka upplýst það að hún verður endurprentuð og gefin út sem kilja nú seinnipart vetrar enda ótækt að íslenskt skáldverk í þessum gæðaflokki sé ófáanlegt.

Takk fyrir góðan pistil.

Aðalsteinn Svanur Sigfússon (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband