4.1.2008 | 00:02
Stutt spá um forkosningar í Iowa
Ég fylgist bara með stjórnmálum og öðrum gangi mála í Bandaríkjunum úr fjarlægð. Þar stend ég líkt að vígi og meirihluti Bandaríkjamanna. Þetta er stórt land og það er afar lítill hluti þeirra sem er þar hlutir gerast. Þeir horfa á gang mála í sjónvarpi og fylgjast með blöðum eða á vef, líkt og ég geri.
Það er einstaklega lítill hluti þeirra sem tekur þátt í forkosningum í Iowa, eða sem svarar til þriðjungs af fjölda íslensku þjóðarinnar. Það er einn Íslendingur á hverja þúsund Bandaríkjamenn. Taktu þess vegna þúsund Bandaríkjamenn og stilltu upp fótunum á einum þeirra á móti og þú sérð hversu stór hluti þeirra tekur þátt núna.
Ég hef talið líklegt að New Yorkararnir Giuliani og Clinton færu ekki vel úr kosningum í Iowa. Það er margt sem miðríkjabúar hafa á móti New Yorkurum og þau bera það allt með sér.
Það er því spurning í mínum huga hvort Clinton lendir í öðru eða þriðja sæti og hvað hún mun gera úr því. Ég tel að hún láti engan veginn deigan síga. Hún sjái til hvað gerist eftir viku í New Hampshire, þar sem hjörtu kjósenda slá betur í takt við New York. Eftir það haldi hún að minnsta kosti áfram að berjast þar til eftir Super Tuesday, eftir mánuð, því hún er vel sett með baráttufé. Ég held að Giuliani feti svipaða slóð, en þetta fer náttúrulega allt eftir hvernig gengur í Michigan og South Carolina síðar í mánuðinum.
Það verður samt fjör að fylgjast með gangi mála í Iowa í fyrramálið. Ég spái Obama góðu fylgi á kostnað Clinton, og tel að það hafi lítið sem ekkert með hörundslit eða kyn að gera. Obama er nær því sem fólk kann að meta í Iowa. Þó hann sé í raun alger broddborgari, þá hófst hann af litlum efnum. Hann hefur sjarma og er góður ræðumaður.
Clinton er einnig góð í ræðuhöldum, en hún hefur litla útgeislun. Hjón bæta venjulega upp galla og kosti hvors annars, og það er ekki vafamál hvort er með kaldari haus og hvort hefur meiri sjarma í því hjónabandi. Edwards ætti að liggja næst hjörtum demókrata í Iowa, en þeir eru að kjósa forsetaframbjóðanda og taka það alvarlega, og kjósa þann sigurstranglegasta. Huckabee ætti að hljóta góða kosningu hjá repúblikönum.
Einhverjum kann að finnast það hafa lítið að segja að spá svona í kosningar, rétt þegar þær eru að byrja. Skoðanakannanir sýni fylgið nokkuð vel og þess vegna sé þetta alveg ljóst, svona þegar klukkan er að verða 19 í Iowa. Forkosningar þar eru hins vegar með því móti að þær geta farið á nokkuð óvænta vegu, sérstaklega hjá demókrötum. Það er þess vegna gaman að spá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:06 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.