24.12.2007 | 11:41
Jólatónlistin á heimilinu
Það er ljóst að einn diskur var mest keyptur á árinu á heimilinu. Ég keypti eintak af Mugiboogie til að gefa í nóvember og var að kaupa annað í Mugibúðinni. Þar næ ég í tónlistina og bíð svo bara rólegur eftir sérárituðu eintaki að vestan.
Af öðrum má nefna Sprengjuhöllina, Jakobínarínu og Hjaltalín. Sprengjuhöllin er í mestu uppáhaldi af þessum þremur. Ampop styttu mér stundir í sumar. Takk Sigur Rósar kom í minn hlut eftir að hafa stjórnað hluta af ráðstefnu í haust. LCD Soundsystem verður nefnt af erlendu efni.
Það sem hljómar í þessum skrifuðum orðum er Misa Criolla eftir Ramirez, jólatónlistin í ár og mörg önnur ár. Útgáfan er með Jose Carreras. Margir vöndust við útgáfuna frá 1970, sem Ramirez stjórnaði sjálfur, og þykir þessi of fínleg. Hann er vandrataður, millivegurinn.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:45 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.