23.12.2007 | 00:01
Jólabarnið Shane McGowan
Meðan mannanna börn fagna fæðingu Jesú fyrir 2007 árum, svona um það bil, þá verður annað jólabarn 50 ára.
Shane McGowan fæddist 25. desember 1957. Hann öðlaðist frægð með The Pogues. Tónlistin var kölluð þjóðlagapönk en ég kalla hana bara Pogues. Gróf en viðkunnaleg rödd Shane var það sem skildi Pogues að frá öðrum böndum á svipuðum slóðum, sem kom í ljós þegar þeir ráku hann og misstu vinsældirnar í kjölfarið.
Fyrir 20 árum áttu þeir næstvinsælasta lagið um jólin, Fairytale of New York. McGowan og Jeremy Finer sömdu lagið um drauma og vonbrigði írskra fyllibytta í New York.
Pogues fluttu lagið með Kirsty McColl. Á þessu ári vildi Radio 1 hjá BBC ritskoða skammaryrðin sem þau kasta á milli sín. Lagið fær sjarma sinn öðru fremur af kaldranalegum kveðjunum, þannig að þær hafa enn fengið að hljóma.
McGowan hefur ekki þótt lifa heilsusamlegu lífi. Það má frekar segja að hann hafi reykt það sem að kjafti kemur, drukkið allt sem rennur nema skíði og skauta, og ekki slegið slöku við í annarri neyslu.
Árangurinn er vel sjáanlegur þegar Pogues og Katie Melua fluttu Fairytale of New York jólin 2005. Maðurinn er 48 ára þar, kominn að grafarbakkanum og búinn að missa röddina. Það er ekki fallegt að sjá fólk dást að þessari hryggðarmynd.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:40 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Trust art, not the artist."
Kirsty dó svo í slysi í Cancún og varð mörgum harmdauði en jólalagið þeirra Shanes lifir og er besta ,,nýja" jólalagið í mínum huga og ótalmargra annarra. BBC er á algjörum villigötum eins og ritskoðarar reyndar almennt séð.
Gleðilega hátíð.
Matthías
Ár & síð, 23.12.2007 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.