Leita í fréttum mbl.is

Harðskafi

Lesendur reyfara leita að formúlu og Arnaldur lætur þá fá það sem þeir vilja.

Í bókinni er augunum beint nær eingöngu að Erlendi. Félagar hans í löggunni fá að spila örlítil aukahlutverk. Til að gera þetta fær Erlendur frið fyrir morðmálum í gangi, utan sjálfsmorðsmáls sem hann vill rannsaka sjálfur, og hefur tíma til að rannsaka eldri mál sem aldrei hafa leyst.

Það hefur slaknað á vandanum hjá börnum hans og tækifærið er notað til að kafa dýpra í vanda Erlendar sjálfs. 

Nokkrar góðar aukapersónur eru nefndar til sögunnar. Mér kæmi ekki á óvart að sjá Orra (ekki Onna) Fjeldsted skjóta upp kollinum hjá Arnaldi síðar.

Þetta er góður plottari og alveg í takt við bestu bækurnar sem Arnaldur hefur skrifað, minnir á Ed McBain og Sjöwall & Wahlöö á góðum degi. Þá á ég við að þetta er góður reyfari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband