12.11.2007 | 00:14
Eru veður að skipast í umhverfismálum?
Tveir hópar hafa verið áberandi í umræðu um fallvatnsvirkjanir á Íslandi. Annar hópurinn hafnar öllum eða nærri öllum sllíkum virkjunum vegna náttúruspjalla. Hinn hópurinn telur lítt byggjandi í landinu ef við notum ekki fallvötnin og jarðvarmaorku.
Stærsti hópur Íslendinga liggur þó líklega þarna á milli og setur ýmsa fyrirvara við virkjanir, hversu mikil spjöll verði af þeim, hvernig iðnaður sé rekinn með orkunni og hvað bygging virkjana þýði að öðru leyti. Þessi hópur hafnar ekki virkjunum alfarið, heldur telur að byggðasjónarmið, náttúruverndarsjónarmið og athafnasjónarmið verði að vega og meta saman. Ákvörðun Landsvirkjunar að orka úr neðri hluta Þjórsár verði ekki látin renna til álvera er nokkur vendipunktur í þeirri umræðu.
Það er greinilegt af pistli iðnaðarráðherra um þessa ákvörðun að hann sér færi á að Samfylking dragi vígtennur úr VG þegar Landsvirkjun kemur að einhverju leyti til móts við sjónarmið þessa hóps. Hann virðist vanmeta möguleika sveitarfélaga eins og Grindavíkur, Ölfuss (Þorlákshafnar) og Norðurþings (Húsavíkur) til að nema orku í eigin landi og nota til atvinnusköpunar í héraði. Að minnsta kosti gætir hann sín að minnast sem minnst á þessa staðreynd.
Það er ljóst að hér hefur verið beygt af leið sem fylgt hafði verið síðan á áttunda áratugnum, sem var að iðnaðarráðuneytið gerði allt til að búa í haginn fyrir þá sem á annað borð vildu setja á stofn orkufrekan iðnað á Íslandi. Sú stefna réð til dæmis verkum Jóns Sigurðssonar (A) þegar reynt var að setja á stofn álver á Keilisnesi. Þetta var yfirlýst stjórnarstefna í tvo áratugi og ráðherrar voru einungis að framfylgja þeirri stefnu.
Eins og Jón Sigurðsson (F) sagði (og var hæddur fyrir) var ráðuneytið hætt að vinna að þessu í hans tíð, enda nægir kaupendur til að orku. Í tíð Össurar hefur þetta síðan gengið svo langt að opinberu orkufyrirtækjunum er nú uppálagt að taka tillit til umhverfissjónarmiða.
Það gengur þó ekki svo langt að ekki eigi að virkja, þannig að samkvæmt þessum síðustu fregnum verða enn til þrjú uppistöðulón í farvegi Þjórsár neðan Búrfells, ef vilji þeirra sem stjórna fær að ráða. Það þýðir að sumir náttúruverndarsinnar hafa brugðist ókvæða við ákvörðuninni.
Meginflokkur: Umhverfi | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.