10.11.2007 | 00:03
Kosningar hjá andfætlingum
Í færslunni hér fyrir neðan er minnst á kosningar í Danmörku, sem verða á þriðjudag, 13. nóvember.
Það er víðar barist í kosningabaráttu og andfætlingar okkar í Ástralíu ganga að kjörborði laugardaginn 24. nóvember. John Howard keppir að sigri í fimmta sinn. Hann hefur setið síðan 1996 og oft verið spáð brottför.
Þátttaka Ástrala í Íraksstríðinu er óvinsæl og aldur Howards hefur verið nefndur sem fjötur um fót, en hann er 68 ára. Í undanförnum kosningum hefur það líklega haft úrslitaáhrif að efnahagurinn hefur blómstrað og Howard hefur verið endurkjörinn þrisvar áður, þrátt fyrir hrakspár.
Þess vegna er því spáð hér að Johnnie vinni enn einu sinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.