Leita í fréttum mbl.is

Að vernda hús eða fólk

Hús eru rammi um líf fólks. Þau eru einnig heimild um þann tíma sem þau eru byggð á.

Þau verða að gegna margs kyns hlutverki. Þau verða að líta vel út en fyrst og fremst verða þau að vera góð að búa í eða starfa í. Hús sem ekki gegnir því hlutverki á að fara og annað hús að koma í staðinn sem gegnir því hlutverki betur.

Því miður horfa margir einungis til þess hvort hús líti vel út en huga minna að því sem bak við þau er, eða hvort þau sinni hlutverki sínu. Þannig er með gömul hús í miðbæ Reykjavíkur. Eins fallegt og er á þau að horfa, þá sýnist mér mörg þessara gömlu húsa ekki valda því hlutverki að vera miðbæjarhús á 21. öldinni.

Sú starfsemi sem helst þrífst í þeim eru krár. Það þýðir í mínum huga að þau eigi að fara burt og annað að koma í staðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband