31.10.2007 | 22:03
Hugrakkir stjórnendur OR
Sem óbreyttur borgari í Reykjavík finnst mér forstjóri og lögfræðingar OR vera nokkuð hugrakkt fólk svo ekki sé sterkara til orða tekið.
Frávísunarkrafa verjenda OR kann vel að standast lögformlega. Um það dæmi ég ekki, þar sem ég þekki ekki málið í þeim smáatriðum sem þarf til að geta um það sagt. Úr því verður skorið á mánudaginn kemur.
Það sem kemur mér á óvart er að stjórnendur OR skuli leggja fram slíka kröfu gegn borgarstjórnarfulltrúa úr meirihlutanum. Ég veit ekki betur en að Svandís Svavarsdóttir sé á leið í stjórn OR. Ég ætla ekki að gera Ástráði Haraldssyni upp skoðanir, en geri ráð fyrir að vilji hans í stjórn OR núna liggi ekki órafjarri vilja Svandísar.
Það sama gildir um álit Júlíusar Vífils Ingvarssonar á ólögmæti fundar 3. október. Hann situr núna í stjórn OR ásamt Kjartani Magnússyni fyrir hönd minnihlutans og afstaða þeirra hefur verið býsna skýr, þar sem þeir hafa ekki fallist á skilning stjórnenda.
Hvernig ætla stjórnendur OR að vinna með stjórn fyrirtækisins næstu mánuði?
Júlíus Vífill er ósammála skilgreiningu borgarlögmanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.