2.11.2007 | 00:05
Ásakanir um spillingu geta slegið til baka
Margir virðast halda að réttarfar sé fólgið í því að ásaka fólk um glæpi og að sá sem er ásakaður skuli síðan sjá um að hreina mannorð sitt eða afsanna aðkomu að glæpnum.
Þetta er kallað ásökunarréttarfar eða sakbendingarregla og hefur margoft verið reynt í sögunni. Spænski rannsóknarrétturinn vann eftir þessari reglu. Óameríska nefndin var ekki dómstóll en vann eftir svipaðri reglu á 6. áratugnum í Bandaríkjunum.
Ókostir þessa réttarfars eru margir, en helsti ókosturinn er að alvarleiki máls ræðst af þeim hug sem ásakandi ber. Til að gera málin illvígari, því hér er oft um mjög persónuleg mál að ræða, koma fram þriðju aðilar sem ásaka fyrir hönd annarra. Eftir það virðist einungis hefndarhugur ásakanda setja málinu takmörk. Það er píslarsaga, þar sem allir sem að málinu koma bíða hnekki, eins þeir sem eru dregnir að málinu gegnt vilja sínum.
Af hverju gengur svona réttarfar ekki upp? Það er fyrst og fremst vegna þess að einstaklingurinn, þú og ég, njótum ákveðinna mannréttinda. Þessi réttindi voru fyrst hugsuð til að vernda einstaklinginn gegn ásælni stjórnvalda.
Nú á dögum er það ekki dómskerfið sem beitir ásökunarréttarfari eins og var á tímum galdrafárs. Nú eru það einstaklingar og fjölmiðlar sem hafa tekið upp þetta réttarfar. Í fjölmiðlum kemur í ljós stærsti ókostur rannsóknaréttarfarsins. Hann er sá að þó sá ásakaði sé sýknaður, fylgir ákæran honum, jafnvel ævilangt.
Rannsóknarréttarfarið og sakbendingarreglan hafa tekið á sig ýmsar myndir. Hjá Rannsóknarréttinum birtist það í ómengaðri mynd en síðar í mismiklu dulargervi. Á tímum óamerísku nefndarinnar gat það birst sem spurning í miðjum réttarhöldum: Getur þú sagt að þú hafir ekki haft áhrif á nefndina? Þarna er ákærði látinn afsanna staðhæfingu ákæranda. Einnig var hægt að spyrja svo vítt að ákærði veit ekki hvort hann hafi sagt satt: Ert þú eða hefur þú einhvern tíma verið félagi í kommúnistaflokki eða skyldum samtökum? Þegar spurt var hvað væru skyld samtök, var ekki um neinn tæmandi lista að ræða, heldur gátu það verið friðarsamtök, verkalýðssamtök eða hvaða önnur frjáls félagasamtök, bara ef nefndinni fannst þau geta verið kommúnísk.
Ásakanir um spillingu eru því miður allt of oft settar fram á þennan hátt, án nokkurra sannana, nema kannski sem regla sem höfundurinn hefur sett fram og sannar sig sjálf. Þannig segir fólk til dæmis að Framsóknarflokkurinn sé gerspilltur og þar af leiðandi sé það augljóst að þessi eða hinn Framsóknarmaðurinn hljóti að vera spilltur. Þetta er líkt og reglan sem margir virðast þekkja að allir sem stundi verslun séu þar með að stela af þeim sem þeir eiga viðskipti við. Þá er fólk fljótt að stimpla þá sem glæpamenn.
Síðan er það nóg að einn standi upp og segi: Nú er nóg komið, ég sætti mig ekki við að vera borinn sökum á opinberum vettvangi án þess að sannanir liggi fyrir, ég kæri þá sem þannig haga sér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.