26.10.2007 | 00:31
Umhverfisstefna Íslendinga
Íslendingar eru allir umhverfissinnar þegar við þá er rætt. Það er sérstök tegund umhverfisverndarstefnu miðað við það sem gengur og gerist í heiminum. Að mörgu leyti sýnir umræðan að Íslendingar eru að færast nær því sem jarðarbúar halda almennt, en nokkur dæmi sýna skýrt að þjóðin er sér á báti. Oft virðist það einmitt gert til að undirstrika meinta sérstöðu lands og þjóðar.
Almennt er umhverfisvernd þjóðarinnar meiri í orði en á borði en það sést víðar um heiminn. Um það geta þeir vitnað sem hafa reynt að spara orku, þeir sem ekki aka um á bílum, þeir sem vilja vernda lífríki á sjó og landi, þeir sem hafa farið fram á að sá sem mengar borgi brúsann og á annan hátt unnið að umhverfisvernd á þann hátt sem víðast er talið henni til framdráttar. Þannig fólk gæti hafa notað reiðhjól síðustu tuttugu ár en ekki mengandi bíla. Þannig fólk er álitið skrýtnar skepnur á Íslandi.
Meginflokkur: Umhverfi | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.