Leita í fréttum mbl.is

Skrúfan hert á ólöglega miðlun efnis

Nú eru horfin af sjónarsviðinu TV links (tv-links.co.uk) og OiNK (oink.cd), sem ég hef ekki fyrir að búa til krækjur fyrir, enda til lítils.

Á TV links var hægt að horfa á þætti og síðan náði meira að segja kynningu í Morgunblaðinu. Þar var haldið fram þeim skilningi að það væri ekki ólöglegt að ná í efni á svona síðu, bara að setja efnið þangað. Dómstólar munu varla taka undir þennan skilning en skiljanlega er dreifingaraðilum meira í mun núna að ná í þá sem dreifa efni ólöglega, heldur en þann aragrúa sem skoðar efnið þar. TV links var lokað 19. október.

OiNK var svo lokað daginn eftir. Þar var hægt að ná í tónlist. Líkt og með Napster og KaZaA munu nú vera komnir nokkrir staðir á vefnum sem bera þetta nafn og reyna að feta í fótspor fyrirmyndarinnar.

Líklega verður líftími svona vefja, sem og P2P-síðna eins og torrent.is, æ styttri héðan í frá. Það þýðir ekki að þau hafi ekki áhrif. Þau verða ósýnilegri og meira milli fólks sem þekkist eða tengist á einhvern hátt, og fari ekki hátt út fyrir þann hóp.

Áhrifin eru einnig mikil á dreifingaraðila sem hafa átt í erfiðleikum með að finna kerfi sem hentar notanda. Eins og staðan er í dag, er það bæði dýrt og óþjált fyrir notanda að ná í efni á löglegan hátt miðað við það að ná í það á ólöglegan hátt. Kerfi til að sjá afnotarétt notanda (Digital Rights Management Systems, DRMS) eru Þrándur í Götu notandans. Þetta gengur ekki að eilífu og notandinn snýr sér annað. Þannig er til dæmis BBC farið að setja mikið af klippum á YouTube.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband