Leita í fréttum mbl.is

Í bókatíð

Nú kemur sá tími að maður finnur eitthvað nýtt íslenskt efni á hverjum degi eða því sem næst, í bókabúðunum. Það má því finna mig í Máli og menningu á Laugavegi 18 eða Eymundsson í Austurstræti 18 þegar kvöldar.

Kaffið á báðum stöðum er gott. Eymundsson hefur vinninginn í augnablikinu, vegna þess að maður getur rölt með kaffið og virt fyrir sér varninginn á meðan, sem er ágætis tilfinning. Súfistinn er með gott kaffi, en heimtar að maður kúldrist á agnarsmáum borðum eins og hæna á priki.

Þegar ég skrifa þessa færslu berast þær fregnir að írska skáldkonan Anne Enright hafi hlotið Man Booker-verðlaunin þetta árið. Hún var ekki talin líklegust til þess og keppti við þungaviktarskáld eins og Ian McEwan.


mbl.is Enright hlaut Booker verðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband