12.10.2007 | 20:19
Eitt er að ná völdum og annað að halda þeim
Seint á síðustu öld átti Sjálfstæðisflokkurinn margt, en tvennt átti hann sem enginn annar átti; Hann átti borgina og hann átti gott með að vinna innbyrðis.
Þetta breyttist fyrst 1978, þegar Alþýðubandalag vann óvænt 5 fulltrúa í borgarstjórn og leiddi vinstri meirihluta til 1982. Sjálfstæðisfólk var bæði reitt og sárt, því borgin hafði verið tekin af þeim, þeirra réttmæta eign. Því miður voru 8 manns í vinstri-meirihlutanum sem allir vildu ráða. Niðurstaðan varð að í öllum málum var valin sú leið sem allir gátu sæst á, lægsti mögulegi samnefnari. Þetta var pólitík sem vakti enga aðdáun, enda féll þessi meirihluti strax.
Davíð tók við og yfirgaf skútuna 9 árum síðar. Í stað þess að láta fólk í borgarstjórnarflokknum kljást um hver ætti að verða eftirmaður, skipaði hann Markús Örn Antonsson sem eftirmann sinn. Það er góð regla að skipa ekki borgarstjóra í Reykjavík, heldur verður að kjósa hann. Þegar Markús Örn yfirgaf fleyið skömmu fyrir næstu kosningar fékk Árni Sigfússon loks að spreyta sig. Lýðum var ljóst að hann naut ekki stuðnings Davíðs, sem þá var formaður flokksins og forsætisráðherra.
Þá hafði flokkurinn bæði tapað borginni og hæfileikanum til að gera út um innbyrðis mál svo hægt færi. R-listi náði völdum og hélt þeim í 12 ár. Fyrst var kjörinn borgarstjóri, sem fór eftir 9 ár, skipaði eftirmann sem var svo látinn fara. Þá voru komnir brestir í samstarfið og flokkarnir misstu hreinan meirihluta.
Að lokinni þeirri eyðimerkurgöngu Sjálfstæðisflokksins fékk flokkurinn aðeins 43% fylgi og 7 fulltrúa. Það er ljóst að samheldnin er enn ekki nægileg. Flokkurinn hefur þó vaknað til lífs eftir að hafa setið sár og í gærdag og virðist ætla að veita öfluga mótspyrnu. Það er ein forsenda þess að vinna næstu kosningar, önnur er að sannfæra fólk um að hlutir hafi í raun gengið betur í stuttri valdatíð Vilhjálms, sem er núna eini borgarstjórnartími flokksins síðan 1994, og þriðja er að ná upp gamalli samheldni.
Vinstriflokkar mega vara sig á því sem hefur gerst tvisvar áður, að meirihluti með marga oddvita hefur náð ekki meiru en lendingu í mikilvægum málum, pólitík sem dæmd er til að verða metin léttvæg í næstu kosningum.
Svandís: Valhöll getulaus í erfiðum málum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:22 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.