10.10.2007 | 00:01
Hvað kenna skólarnir?
Búa skólar nemendur undir starf á 21. öldinni? Nú, þegar kennarar krefjast launahækkana fyrir sitt mikilvæga starf er ástæða til að skoða framlag þeirra fyrir þessi laun.
Skólarnir virðast því miður vera að mörgu leyti að búa til fyrirmyndarfólk fyrir síðustu áratugi en kenna lítið af þeirri leikni sem er mikilvæg í dag og verður enn mikilvægari á morgun.
Ég hef kennt stundakennslu í KHÍ, HÍ og á Bifröst. Kennaranemar og kennarar í námsleyfi stóðu greinilega langt að baki öðrum háskólanemendum um notkun á rafrænum gagnasöfnum, leitartækjum og almennri tölvunotkun. Þeir voru afskaplega opnir og ræddu mikið um þessi mál en gerðu minna af því að nota tækin.
Ég hef séð á notkunartölum landsaðgangsins að svona er þetta ennþá. Nú er það þannig með alla leikni að fólk getur aðeins lært svo og svo mikið af sjálfu sér. Nám með góðri kennslu tekur alltaf fram öðru námi. Því miður lætur fólk oft eins og upplýsingaleikni sé eitthvað sem nemendur eigi bara að læra af sjálfum sér. Það er alveg eins hægt að senda fólk út á götu að læra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.