25.9.2007 | 21:19
Hvað er þetta með loðteningana?
Ég hef tekið eftir ýmsu sameiginlegu með liðinu sem straujar fram hjá manni og skellir sér á annað hundraðið á Hringbrautinni.
Þeir hafa aðeins efni á að láta loga í einu framljósi, hitt er greinilega ofrausn. Skoðunin er löngu útrunnin. Ef það er ekki miði frá síðasta ári, þá eru liðnir svona níu mánuðir síðan átti að skoða.
Þeir hafa náttúrulega ekki efni á nýrri peru eða senda bílinn í skoðun, peningurinn fór í radarvara. Sem reynist svo ekki nógu vel.
Og hvað er með þessa loðteninga? Er þetta alþjóðlegt pungtákn?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Landlægt stjórnleysi hugtekinna sambræðra okkar elsku vinur. Hvað er loðteiningur? Er það þessi vinsamlega ábending með löngutöng sem sést svo oft í umferðinni?
Kveðja,
Greppur Torfason (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 14:02
Sæll Kristinn.
Þessir teningar sem hanga yfirleitt niður úr baksýnisspeglinum, oftar en ekki loðnir, og fá að dingla þar fram og til baka. Mér svo sem ekkert meinilla við þá, saklaust skraut. Þau sem hafa horft á Red Dwarf þekkja það þegar aðal-lúðinn þar getur óskað sér hvers sem hann vill, fær sér sportbíl og segir hugsi: Það vantar eitthvað hér. Hann smellir fingrum og loðnir teningar birtast. Ég verð að hætta að vera svona loðinn í tali og reyna fremur að vera loðinn um lófana, það er víst það sem gildir.
kveðja,
Sveinn Ólafsson, 26.9.2007 kl. 18:41
Þetta var vonandi ekki skot á mig, sem fór ekki með rauðu örina í skoðun fyrr en í gær. Átti nefnilega að fara með'ann í júní. Ég hef nú samt ekki komið þeim rauða uppí annað hundraðið á Hringbrautinni, enda tæki hann slíkt ekki í mál!
PS: ég fékk bara eina athugasemd í skoðuninni, það vantar peru í númeraljós á þeim rauða
Baldvin Z, 27.9.2007 kl. 01:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.