Leita í fréttum mbl.is

Eyjan: Engar fréttir í fyrirrúmi

Eyjan er lifandi og merkilegur frétta- og skoðanavefur. Þeim hefur tekist að halda nokkuð lifandi umræðu á bloggarasvæði með því að hafa sterkan hóp en raða þeim eftir nýjustu færslunum.

Pétur Gunnarsson hefur greinilega kappkostað nokkru að fá Þráin Bertelsson til að koma með hnyttnar athugasemdir um fréttir líðandi stundar, kallað Annarleg sjónarmið. Þetta var fínt efni meðan það gekk.

Nú hefur Þráinn haft öðrum hnöppum að hneppa um skeið. Hann hefur að minnsta kosti ekki sett inn nein annarleg sjónarmið í hálfan mánuð þegar þetta er skrifað. Það er um fjórðungur af líftíma Eyjunnar.

Það er ekkert við því að segja að önnum kafið fólk hafi ekki tíma eða nennu til að blogga. Það er hins vegar merkilegt að Eyjan haldi Annarlegum sjónarmiðum enn á forsíðu.

Forsíður vefja eru dýrmætt pláss. Þær eru dýrmætari en forsíða á prentuðu blaði þar sem fólk kemst ekki inn á neitt á vef nema gegnum forsíðuna. Ef ég má ráðleggja Eyingum, þá myndi ég nota þetta pláss vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband