22.9.2007 | 00:21
Heimshlýnunin og hagsmunir Íslendinga
Það er greinilega lífi á Íslandi í hag að hér hlýni eitthvað. Þessi kuldi er ofmetinn. Þetta er engin auðlind.
Hvað með það þó eitthvað fjölgi geitungum á haustin og nýjar fuglategundir sjáist hér á vorin, grásleppan gangi fyrr á grunnsævið að fjölga sér og haftyrðillinn hrekist norður í Grímsey? Er þessu ekki til fórnandi að fá fleiri en þrjá hlýja daga á sumri? Jafnvel þó haftyrðillinn sjáist ekki einu sinni í Grímsey.
Eru ísbirnir einhverjir aufúsugestir? Fyrir þau sem ekki til þekkja, þá eru hafísár ekkert nema ömurleiki hvernig sem litið er á þau.
Sem betur fer virðist heimurinn vera að vinna með okkur þrátt fyrir allar bókanir. Þær hafa bætt við heita loftið ef eitthvað er. Evrópulönd losa sífellt meira kolefni þrátt fyrir fögur orð.
Við getum tekið þátt í dansinum og bókað meira um vilja okkar til að vinna gegn heimshlýnun. Það vita allir að við meinum ekkert með því, enda glapræði fyrir okkur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:07 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.