Leita í fréttum mbl.is

Heimshlýnunin og hagsmunir Íslendinga

Það er greinilega lífi á Íslandi í hag að hér hlýni eitthvað. Þessi kuldi er ofmetinn. Þetta er engin auðlind.

Hvað með það þó eitthvað fjölgi geitungum á haustin og nýjar fuglategundir sjáist hér á vorin, grásleppan gangi fyrr á grunnsævið að fjölga sér og haftyrðillinn hrekist norður í Grímsey? Er þessu ekki til fórnandi að fá fleiri en þrjá hlýja daga á sumri? Jafnvel þó haftyrðillinn sjáist ekki einu sinni í Grímsey.

Eru ísbirnir einhverjir aufúsugestir? Fyrir þau sem ekki til þekkja, þá eru hafísár ekkert nema ömurleiki hvernig sem litið er á þau.

Sem betur fer virðist heimurinn vera að vinna með okkur þrátt fyrir allar bókanir. Þær hafa bætt við heita loftið ef eitthvað er. Evrópulönd losa sífellt meira kolefni þrátt fyrir fögur orð.

Við getum tekið þátt í dansinum og bókað meira um vilja okkar til að vinna gegn heimshlýnun. Það vita allir að við meinum ekkert með því, enda glapræði fyrir okkur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband