19.9.2007 | 17:38
Svandísi stillt upp við vegg að ósekju
Hér hefur fólk stillt upp málinu þannig að Svandís Svavarsdóttir hafi ákveðið að fórna hagsmunum geðsjúkra fyrir það að varðveita græn svæði í Laugardal, samanber færslur Heimis Fjeldsted og Önnu Kristinsdóttur.
Þetta væri satt og rétt ef þetta væri eina lóðin í bænum sem hæfði undir þessa starfsemi. Þá væri verið að ganga á rétt geðfatlaðra með því að standa gegn byggingu nýs sambýlis þarna.
Það er greinilega ekki rétt og hér er verið að skjóta ódýrum skotum að Svandísi. Málið er flóknara en svo að því verði gerð endanleg skil hérna í stuttri færslu en Svandís hefur á engan hátt ráðist að geðfötluðum með því að leggja til að úrræði verði fundin fyrir þá annars staðar.
Skipulagsráð samþykkti að byggja húsnæði fyrir geðfatlaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig er það með VG fólk?
Frasarnir: Eitthvað annað! (atvinnulega séð) eða einhversstaðar annars staðar (fyrir geðfatlaða), eru að verða að einkunarorðum VG manna!
Laugardalurinn hlýtur að vera kjörstaður fyrir geðfatlaða. Fallegt umhverfið ætti að bæta "geðið" betur en nokkuð annað!
Ég býð geðfatlaða velkomna í hverfið!
kv. Sigrún Jónsdóttir.
Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 18:01
Það eru tugir geðsjúkra sem búa á götunni... og ég veit ekki betur en að sumir haldi sig á "grænum svæðum" yfir daginn, allavega á sumrin. Veit ekki hvort það sé eitthvað um það í dalnum en það hefur verið eitthvað um það t.d. í Öskjuhlíðinni.
Ef það verður ekki tekið á málefnum geðfatlaðra og fíkla þá munu öll grænu svæðin fyllast af þeim á endanum. Þetta fólk hverfur ekki þó það sé hætt við bygginguna.
Geiri (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 19:24
Sveinn ég birti aðra færslu um málið og er fyrirsögn hennar á síðu minni, en færslan er svona:
.. svo ég svari sjálfum mér.
Til skýringar á fyrri orðum mínum birti ég eftirfarandi:
Á árum áður nánar tiltekið 1990-1991 tók ég mér frí frá launuðum störfum í um 12 mánuði og sinnti vistunar - og húsnæðismálum geðsjúkra.
Þá var ástandið þannig að engin sambýli voru og þeir sem verst voru settir sváfu í sorpgeymslum, ónýtum bátum í Örfisisey, bílhræjum, "í grenjum" í Öskjuhlíðinni og fleiri stöðum sem ekki hýsa fólk að jafnaði.
Ég unni mér ekki hvíldar fyrr en Jóhanna Sigurðardóttir þá félagsmálaráðherra tók málið föstum tökum og ég kominn á gjörgæslu á Landakoti.
Ég hafði hitt hvern ráðherrann á fætur öðrum og aðra ráðamenn og kvaddi þá alltaf með orðunum "ég kem aftur og aftur þar til málin eru komin í lag".
Ég hélt dagbók þessa mánuði sem nú er geymd á Makka plús og ég kemst ekki í:-(
Síðan kom Þverárselið og hin úrræðin og fagna ég enn einum áfanganum sem náðist í dag í Borgarstjórn Reykjavíkur þrátt fyrir mótatkvæði.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.9.2007 kl. 21:29
Sæl Sigrún, Geiri og Heimir og takk fyrir góðar athugasemdir. Það er rétt að þakka Sigrúnu góð orð og Heimi elju við að vinna úr húsnæðismálum geðfatlaðra.
Það þarf samt ekki að láta eins og þessi lóð hafi verið eini kosturinn í stöðunni, að engir aðrir kostir hafi verið til. Þarna er gert ráð fyrir sex rýmum og er dropi í hafið. Sem betur fer er verið að vinna að þessum málum víða um bæinn. Ef sambýlið hefði ekki verið byggt þarna hefði verið hægt að verja þeim sömu peningum annars staðar.
Ég er sjálfur ekki á móti því að byggt sé á grænum svæðum ef þau eru jafn lítið notuð eins og þessi hluti Laugardalsins. Ef ekki er byggt þarna er byggt á einhverju öðru svæði sem er væntanlega eitthvað grænt, ef það er innan borgarlandsins. Það er ekki hægt að leggjast á móti uppbyggingu ef gras finnst á byggingarlóð.
Ég skil að fólk sem hafi lengi unnið að húsnæðismálum geðfatlaðra sé orðið vant því að heyra alls kyns mótbárur við því að það fái að búa í hverfum, þegar undir niðri er raunverulega um að ræða gömlu fordómana.
Mér finnst samt enn að ómaklega sé vegið að Svandísi að halda því fram að henni sé illa við sjúklinga þó hún vilji að annar staður sé fundinn fyrir þetta sambýli.
Sveinn Ólafsson, 19.9.2007 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.