Leita í fréttum mbl.is

Meistarar í aprílgöbbum

Á þessum degi er rétt að benda á Íslandsmeistara í að láta aðra hlaupa apríl. Þessir meistarar eru svo góðir að fólk hleypur árið um kring, ár eftir ár eftir vitleysunni. Hér eru bestu göbb þeirra:

Krónan er besti kosturinn fyrir Ísland. Láttu þig lifa í þeirri óvissu og við það gengistap sem fylgir krónunni árið um kring, ár eftir ár eftir ár. Þú átt ekki rétt á að búa við sterkari gjaldmiðil, því þú ert Íslendingur.

Hagsmunaaðilar að hverju máli á Íslandi eru aldrei þjóðin, heldur alltaf lítill hópur sem fær að sitja að starfsemi á hverju sviði fyrir sig og njóta ein afrakstursins.

Auðlindaskattar eru þjófnaður, eða í besta falli til þess fallnir að gera rekstur erfiðan. Það eru alltaf til ástæður fyrir að greiða ekki fyrir afnot af auðlindum landsins og hafsins.

Þjóðin getur ekki átt eign. Hópur eins og fjölskylda, eða fimmtíu fjölskyldur geta átt eign, en ekki fimmtíuþúsund fjölskyldur þó skrá yfir alla í hópnum sé færð frá degi til dags og aðgengileg á vef á margvíslegan máta.

---
Svo er rétt að rifja upp gömul aprílgöbb sem gengu ár eftir ár, árið um kring en eru núna orðin svolítið trosnuð. Þó má hugsa sér að nota þau síðar, eftir svona tuttugu ár þegar allir eru búnir að gleyma.

Innherjaupplýsingar eru ekki til á Íslandi af því að allir vita allt sem gerist í viðskiptum.

Spilling er engin á Íslandi. Þetta var svo augljóst að það þurfti ekki að færa nein rök að þessu alla tuttugustu öldina. Í versta falli var sagt að öll spillingin væri uppi á borðinu.

Hér er allt eins og best verður á kosið, nema að það vantar reyndar örlítið meira frjálsræði í viðskiptum. Þetta aprílgabb var ansi heitt á þessari öld allt fram til 2008.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband