19.3.2010 | 17:03
Bankar og fé almennings
Raunin varð mesta virðisminnkun sem sést hefur í mannkynssögunni, þrátt fyrir að allur gróði góðu áranna væri reiknaður með.
Tölur um hagnað bankanna á fyrsta áratugnum sýna að þar var búin til mynd af svo ævintýralega sniðugu fólki að það gat búið til virðisauka með einu símtali sem tekur venjulegt fólk meira en ævina að búa til í sinni vinnu. Þetta var barnslegur tilbúningur bankanna, engin mistök, enginn misskilningur. Allt var þetta gert til þess að stjórnendur bankanna gætu reiknað sér ævintýraleg laun sem voru ekki fengin með neinu öðru en virðisauka sem aðrir höfðu lagt til.
Hér verður ekki sagt að það sé ekki gáfað fólk í bönkunum. Bónusar upp á ein mánaðarlaun eða svo til venjulegra starfsmanna eru engan veginn röng í góðu gengi eins og var lengst af.
Það sem var og er rangt eru margföld heildarlaun venjulegs launafólks, fyrir það eitt að að vera í stöðu til að sjá um og meðhöndla fé. Margföld árslaun vísindafólks sem nýtur viðurkenningar um allan heim, margföld árslaun þeirra sem hafa byggt yfir okkur hús, vegi undir okkur eða veitur til okkar? Alrangt og ekkert nema tilbúningur.
Hvað gerir samfélagið við fólk sem reiknaði sér hagnað sem það átti að sjá um að ávaxta, til launa og bónusgreiðslna fyrir sjálft sig í stað þess að láta þá fá arðinn sem lögðu til féð?
Raunin varð mesta virðisminnkun sem sést hefur í mannkynssögunni, þrátt fyrir að allur gróði góðu áranna væri reiknaður með. Þegar upp var staðið hafði verið gengið í sjóði sem höfðu verið byggðir upp á löngum tíma til að fullnægja þörfinni fyrir ódýrt fjármagn. Með kostnaðinum af hruninu og því að vinna sig út úr vandanum er þetta svo mikil skuld við samfélagið að tjónið líkist langvinnri styrjöld.
Tölur um hagnað bankanna á fyrsta áratugnum sýna að þar var búin til mynd af svo ævintýralega sniðugu fólki að það gat búið til virðisauka með einu símtali sem tekur venjulegt fólk meira en ævina að búa til í sinni vinnu. Þetta var barnslegur tilbúningur bankanna, engin mistök, enginn misskilningur. Allt var þetta gert til þess að stjórnendur bankanna gætu reiknað sér ævintýraleg laun sem voru ekki fengin með neinu öðru en virðisauka sem aðrir höfðu lagt til.
Hér verður ekki sagt að það sé ekki gáfað fólk í bönkunum. Bónusar upp á ein mánaðarlaun eða svo til venjulegra starfsmanna eru engan veginn röng í góðu gengi eins og var lengst af.
Það sem var og er rangt eru margföld heildarlaun venjulegs launafólks, fyrir það eitt að að vera í stöðu til að sjá um og meðhöndla fé. Margföld árslaun vísindafólks sem nýtur viðurkenningar um allan heim, margföld árslaun þeirra sem hafa byggt yfir okkur hús, vegi undir okkur eða veitur til okkar? Alrangt og ekkert nema tilbúningur.
Hvað gerir samfélagið við fólk sem reiknaði sér hagnað sem það átti að sjá um að ávaxta, til launa og bónusgreiðslna fyrir sjálft sig í stað þess að láta þá fá arðinn sem lögðu til féð?
Raunin varð mesta virðisminnkun sem sést hefur í mannkynssögunni, þrátt fyrir að allur gróði góðu áranna væri reiknaður með. Þegar upp var staðið hafði verið gengið í sjóði sem höfðu verið byggðir upp á löngum tíma til að fullnægja þörfinni fyrir ódýrt fjármagn. Með kostnaðinum af hruninu og því að vinna sig út úr vandanum er þetta svo mikil skuld við samfélagið að tjónið líkist langvinnri styrjöld.
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.