Leita í fréttum mbl.is

Bankar og fólk sem brýtur reglur

Ef stjórnir bankanna eru síðan komnar í þann leik að ákveða sjálfar hvaða brot teljast nógu alvarleg til að ekki sé hægt að skipta lengur við menn, verða yfirvöld að afturkalla starfsleyfi.

Þegar bankarnir hafa undanfarið samið við gamla eigendur stórfyrirtækja sem hafa getað tekið við vel niðurskrifuðum skuldbindingum til að halda áfram með rekstur, hefur verið sagt að ódæmdir menn verði að geta starfað í viðskiptum. Það er rétt.


Fólk getur þó brotið reglur án þess að það hafi farið á Hraunið fyrir bragðið. Það eru þau sem hafa brotið jafnræðisreglu almannahlutafélaga með gífurlánum sem tryggt var að yrðu lántakendum aldrei að tjóni. Það gildir um alla sem að þeim málum hafa komið, beggja vegna borðsins, svo ekki sé minnst á þá sem virðast hafa einmitt setið beggja vegna borðsins í einu og sama andartakinu (enn eitt staðfest dæmið um ofursnilli íslenskra fjármálamanna).

Eigendur fyrirtækja sem ekki skila ársreikningum hljóta smávægilega sekt fyrir. Þeir eigendur, umráðamenn og ábyrgðarmenn hafa einnig brotið reglur.

Ef stjórnir bankanna eru síðan komnar í þann leik að ákveða sjálfar hvaða brot teljast nógu alvarleg til að ekki sé hægt að skipta lengur við menn, verða yfirvöld að afturkalla starfsleyfi og láta erlenda banka um að taka við búinu. Almenningur mun á engan hátt skaðast.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband