17.3.2010 | 16:32
Siðleg ábyrgð fyrirtækja
Framferði sem við myndum ekki leyfa einstaklingum, það leyfum við ekki sama fólki sem hefur gert það eitt að mynda félag.
Fyrirtæki er gott íslenskt orð, líkt og orðið félag. Bæði orðin lýsa því em ráðist er í. Ef fólk tekur sér eitthvað fyrir hendur, þá er það fyrirtæki. Ef fólk vill gera þessa starfsemi formlega stofnar það félag. Þá leggja það fé með öðrum i fyrirtækið.
Fólk er persónur að lögum, getur tekið á sig skuldbindingar og á réttindi. Það sama gildir um fyrirtæki og önnur félög, þau eru lögpersónur með réttindi og skyldur. Það standa rök til þess að mynda megi félög um áhættusaman rekstur og takast á hendur takmarkaðar skuldbindingar gagnvart þeim sem eiga viðskipti við fyrirtækið. Þeir gera sér grein fyrir þessari takmörkun og vinna eftir því. Það standa ekki rök til þess að fyrirtækið fái að haga sér á sama hátt gagnvart þeim sem það á ekki viðskipti við.
Samt hegða margir sér eins og það eitt að stofna fyrirtæki firri þá allri ábyrgð eða því sem næst. Þessu hafa verið gerð góð skil í bókinni The Corporation og í samnefndri mynd. Þar sem fyrirtæki eru mannanna verk hljóta forsvarsmenn þeirra að bera ábyrgð á þessum verkum sínum eins og öðrum. Takmarkaða ábyrgðin gildir bara í viðskiptum.
Ef gerðar eru kröfur um siðlegt framferði til einstaklinga í viðskiptum hljóta sömu kröfur að gilda um þau félög sem einstaklingarnir mynda. Þó mál verði aldrei jafn einföld þegar félag á í hlut eins og þegar einhver einn á í hlut, þá er hægt að miða við að framferði sem við myndum ekki leyfa einstaklingum, það leyfum við ekki sama fólki sem hefur gert það eitt að mynda félag. Þá erum við bara komin í tilbúning.
Fyrirtæki er gott íslenskt orð, líkt og orðið félag. Bæði orðin lýsa því em ráðist er í. Ef fólk tekur sér eitthvað fyrir hendur, þá er það fyrirtæki. Ef fólk vill gera þessa starfsemi formlega stofnar það félag. Þá leggja það fé með öðrum i fyrirtækið.
Fólk er persónur að lögum, getur tekið á sig skuldbindingar og á réttindi. Það sama gildir um fyrirtæki og önnur félög, þau eru lögpersónur með réttindi og skyldur. Það standa rök til þess að mynda megi félög um áhættusaman rekstur og takast á hendur takmarkaðar skuldbindingar gagnvart þeim sem eiga viðskipti við fyrirtækið. Þeir gera sér grein fyrir þessari takmörkun og vinna eftir því. Það standa ekki rök til þess að fyrirtækið fái að haga sér á sama hátt gagnvart þeim sem það á ekki viðskipti við.
Samt hegða margir sér eins og það eitt að stofna fyrirtæki firri þá allri ábyrgð eða því sem næst. Þessu hafa verið gerð góð skil í bókinni The Corporation og í samnefndri mynd. Þar sem fyrirtæki eru mannanna verk hljóta forsvarsmenn þeirra að bera ábyrgð á þessum verkum sínum eins og öðrum. Takmarkaða ábyrgðin gildir bara í viðskiptum.
Ef gerðar eru kröfur um siðlegt framferði til einstaklinga í viðskiptum hljóta sömu kröfur að gilda um þau félög sem einstaklingarnir mynda. Þó mál verði aldrei jafn einföld þegar félag á í hlut eins og þegar einhver einn á í hlut, þá er hægt að miða við að framferði sem við myndum ekki leyfa einstaklingum, það leyfum við ekki sama fólki sem hefur gert það eitt að mynda félag. Þá erum við bara komin í tilbúning.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Viðskipti og fjármál | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.