Færsluflokkur: Heilbrigðismál
29.3.2010 | 06:38
Sumartími
Sumartími er kominn í Evrópu og Bandaríkjunum, þó að víða sé vorið komið skammt á veg. Nú munar einum tíma á okkur og Bretlandi og tveimur tímum á okkur og Mið-Evrópu. Fólk spyr af hverju er ekki komið á sumartíma á Íslandi og svarið er einfalt, það er sumartími árið um kring hjá okkur.
Yfirleitt er sumartími þannig við að klukku sé flýtt um einn tíma á sumrin, þannig að sólin komi upp um sjöleytið í stað þess að koma upp um sexleytið. Þá sest hún ekki fyrr en um sjöleytið í lok mars og um níuleytið í London í lok júní. Klukka hér er þannig árið um kring og kemur sólin upp klukkutíma á eftir raunverulegum tíma á Austurlandi, um klukkutíma og korteri á Akureyri og einum og hálfum tíma á eftir í Reykjavík. Ef við myndum flýta klukkunni í lok mars eins og Evrópuþjóðir værum við á því sem kallað er tvöfaldur sumartími. Sólin kæmi þá upp um áttaleytið í lok mars.
Nú berast fréttir frá Bretlandi sem segja frá baráttu fyrir slíku kerfi þar, svokölluð 10:10-hreyfing.
Einhverjir vinnustaðir auglýsa opnun klukkutíma fyrr á sumrin. Mér fannst merkilegt að heyra umræðu um að framhaldsskólanemar ættu erfitt með að koma sér á lappir í mesta skammdeginu. Þetta er einmitt það sem við ræddum um í MH fyrir 30 árum síðan og vildum að kennsla byrjaði klukkutíma seinna. Þá lærðist mér einföld íslensk rökfræði og ég á ekki við kennslubók Guðmundar Arnlaugssonar sem Eygló Guðmundsdóttir kenndi okkur. Nei, þá fengum við að vita að kennarar hefðu rætt þetta og vildu þetta ekki. Þar með var endir umræðu. Þó við vildum vita hvort kennarar gætu til dæmis unnið við annað en sjálfa kennsluna fyrsta klukkutímann var umræðan tæmd, búin.
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 30638
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar