Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

Lélegasti sparnaðurinn

Ég ætla að prófa að hrinda af stað fyrstu skoðanakönnuninni á þessu bloggi. Ég ætla að spyrja um lélegasta sparnaðinn sem maður getur gert.

Næsta hálfa mánuðinn vona ég að fá uppástungur frá lesendum og bæti þeim bestu inn á skoðanakönnunina.

Fyrst varpa ég fram þremur möguleikum. Eftir því sem ég bæti við sést það bæði á könnuninni og á þessari færslu. Athugasemdir verða opnar til 7. október.

  1. Fyrsti möguleikinn sem er nefndur ætti að vera kunnuglegur. Það er að kaupa dýrari hlut þegar maður kemst á útsölu, vegna þess að sami afsláttur í prósentum gefur hærri sparnað við dýrari hlutinn! Magnað.
  2. Sá næsti er að nota yfirdrátt. Er nauðsynlegt að nota hann? Þá á ég við að meðan bankar auglýsa það sem eitthvert sérstakt keppikefli að vera bara með tæp 17% í yfirdráttarvexti, þá er líklega til mikils að vinna að komast hjá því að borga þetta.
  3. Þriðja sem ég nefni er að á því horni heimsins sem ég bý, kostar 1200 á ári fyrir fullorðna að eiga bókasafnsskírteini, sem gildir í öll bókasöfnin hérna á Innnesjum. Þó maður ætli aðeins að lesa eina bók eða líta á tvær myndir er þetta líklega búið að borga sig á fyrsta útláni.

Gjörið svo vel, þetta er ókeypis. 


Sækist eftir raforku úr neðri hluta Þjórsár

Ég er að velta fyrir mér hvort ég eigi ekki að bætast í hóp þeirra sem sækjast eftir raforku úr neðri hluta Þjórsár. Mér sýnist hún muni verða svo ódýr að þetta yrði fín búbót fyrir heimilið.
Einhvern veginn verð ég að fá rafmagn í tölvuna til að geta bloggað.

« Fyrri síða

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband