Færsluflokkur: Spaugilegt
1.3.2008 | 10:56
Dagur heilags Davíðs, nei, þessi í Wales
Í dag, 1. mars er dagur heilags Davíðs, sem er þjóðardýrlingur Wales.
Í tilefni þess er hér söguleg upptaka frá þessum degi fyrir nítján árum í Cardiff, sem fólk tekur vonandi ekki allt of alvarlega.
Lagið Something good is going to happen fékk heilmikið að láni frá Kate Bush úr lagi hennar Cloudbusting, bæði í laginu og í upprunalega myndbandinu. Það var allt gert með leyfi söngkonunnar.
Lagið kom út 1992, þannig að velska danshetjan okkar hér hefur verið á undan sinni framtíð, eins og sagt er.
Something good is going to happen again 08
10.2.2008 | 21:50
BAFTA: Verðlaunin fyrir dagskrárstjórn varla til RÚV
Mér kom nokkuð á óvart að RÚV ætlaði að sýna frá afhendingu BAFTA-verðlauna en byrja ekki útsendinguna fyrr en nokkuð langt var liðið á hana.
Hugmyndin hefur líklega verið að taka athöfnina upp og sýna með seinkun. Það er ekki glæný tækni, heldur hefur hún verið stunduð í rúm 40 ár. Það var þetta sem ýtti á framleiðslu myndbanda á sjöunda áratugnum.
Eitthvað hefur farið úr skorðum þannig að við sáum beina útsendingu og aðeins það litla sem var eftir þegar Forbrydelsen hafði runnið sitt skeið. Meðan ég man, Forbrydelsen hefur löngu verið til lykta leidd í Danmörku og morðinginn er ... æi, nei, best að bíða með þetta.
Við skulum telja okkur lukkuleg að sjá síðasta hálftímann af BAFTA en ekki þann fyrsta.
Spaugilegt | Breytt 11.2.2008 kl. 01:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2008 | 08:12
Að fá Ólínu til að dæma um húmor
Að fá Ólínu Þorvarðardóttur til að meta hvað sé gott og gilt hjá Spaugstofu er líkt og að fá Atla Heimi Sveinsson til að dæma Rolling Stones.
Bæði hefur verið reynt og bæði er jafn fánýtt.
Spaugstofan sér ekki eftir neinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 08:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.1.2008 | 17:24
Örugglega ekkert með Ólaf F. að gera?
Mér sýnist að nær alger fylgni sé milli falls úrvalsvísitölu 9. október þar til á miðvikudag 23. janúar, og fjölda daga Tjarnarkvartettsins í meirihluta borgarstjórnar.
Svo er bara að sjá hvort Ólafi F. tekst að snúa þróuninni við.
Mig langaði bara að minnast á þetta af því að það er föstudagur, samsæriskenningasmíð í nokkrum blóma og kenningin varla galnari en aðrar um sviptingar í borgarpólitíkinni, eða hvað?
Næstmesta hækkun hlutabréfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.11.2007 | 01:35
Kitschmas - gjafir sem minna á andlegu hlið jólanna
Skyldi það vera rétt sem mörgum finnst, að hinn sanni andi jólanna hverfi í kaupæði og almennu brjálæði? Hvers vegna ætli þetta sama fólk fari þá svona gjörsamlega úr sambandi fyrir jólin?
Ég kann ekki svar við þessu en kom auga á Kitschmas-síðuna sem tekur saman gjafir sem minna á hinn sanna anda jólanna. Þær gera þó ekki betur en bara að minna á hann. Hver vill ekki eignast minnislykil í mynd Maríu, nálapúðann heilagan Sebastian eða Jesús á mótorhjóli?
Maður þarf eiginlega að segja Jesús á mótorhjóli á ensku til að skilja gildi síðasttöldu gjafarinnar. Heilagur Sebastian var særður með örvum eins og þekkt er af arfsögninni.
Vatíkans-borðspilið, þar sem sex kardínálar keppa um páfatign, hlýtur að kóróna þessar gjafir. Það eru síðan níu aðrar gjafir á síðunni fyrir þau sem vilja forvitnast um jólagjafir trúrækinna.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 01:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar