Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vefurinn

Skrúfan hert á ólöglega miðlun efnis

Nú eru horfin af sjónarsviðinu TV links (tv-links.co.uk) og OiNK (oink.cd), sem ég hef ekki fyrir að búa til krækjur fyrir, enda til lítils.

Á TV links var hægt að horfa á þætti og síðan náði meira að segja kynningu í Morgunblaðinu. Þar var haldið fram þeim skilningi að það væri ekki ólöglegt að ná í efni á svona síðu, bara að setja efnið þangað. Dómstólar munu varla taka undir þennan skilning en skiljanlega er dreifingaraðilum meira í mun núna að ná í þá sem dreifa efni ólöglega, heldur en þann aragrúa sem skoðar efnið þar. TV links var lokað 19. október.

OiNK var svo lokað daginn eftir. Þar var hægt að ná í tónlist. Líkt og með Napster og KaZaA munu nú vera komnir nokkrir staðir á vefnum sem bera þetta nafn og reyna að feta í fótspor fyrirmyndarinnar.

Líklega verður líftími svona vefja, sem og P2P-síðna eins og torrent.is, æ styttri héðan í frá. Það þýðir ekki að þau hafi ekki áhrif. Þau verða ósýnilegri og meira milli fólks sem þekkist eða tengist á einhvern hátt, og fari ekki hátt út fyrir þann hóp.

Áhrifin eru einnig mikil á dreifingaraðila sem hafa átt í erfiðleikum með að finna kerfi sem hentar notanda. Eins og staðan er í dag, er það bæði dýrt og óþjált fyrir notanda að ná í efni á löglegan hátt miðað við það að ná í það á ólöglegan hátt. Kerfi til að sjá afnotarétt notanda (Digital Rights Management Systems, DRMS) eru Þrándur í Götu notandans. Þetta gengur ekki að eilífu og notandinn snýr sér annað. Þannig er til dæmis BBC farið að setja mikið af klippum á YouTube.


Karl Sighvatsson

Má þakka tækninni?

Já, ég held að margt smátt geri margt gott og tæknin er alltaf að hjálpa til með litlum þægindum.

Eitt dæmið er að geta hlustað á þátt um mesta organista íslenskrar dægurtónlistar, Karl Sighvatsson, næsta hálfa mánuðinn. Magnað.


Eyjan: Engar fréttir í fyrirrúmi

Eyjan er lifandi og merkilegur frétta- og skoðanavefur. Þeim hefur tekist að halda nokkuð lifandi umræðu á bloggarasvæði með því að hafa sterkan hóp en raða þeim eftir nýjustu færslunum.

Pétur Gunnarsson hefur greinilega kappkostað nokkru að fá Þráin Bertelsson til að koma með hnyttnar athugasemdir um fréttir líðandi stundar, kallað Annarleg sjónarmið. Þetta var fínt efni meðan það gekk.

Nú hefur Þráinn haft öðrum hnöppum að hneppa um skeið. Hann hefur að minnsta kosti ekki sett inn nein annarleg sjónarmið í hálfan mánuð þegar þetta er skrifað. Það er um fjórðungur af líftíma Eyjunnar.

Það er ekkert við því að segja að önnum kafið fólk hafi ekki tíma eða nennu til að blogga. Það er hins vegar merkilegt að Eyjan haldi Annarlegum sjónarmiðum enn á forsíðu.

Forsíður vefja eru dýrmætt pláss. Þær eru dýrmætari en forsíða á prentuðu blaði þar sem fólk kemst ekki inn á neitt á vef nema gegnum forsíðuna. Ef ég má ráðleggja Eyingum, þá myndi ég nota þetta pláss vel.


« Fyrri síða

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband