Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vefurinn

Mest notaði rafbókalesarinn

Þegar umtalaðasta skýrsla síðari ára á þessu landi lítur dagsins ljós síðar í mánuðinum, velja flestir vefútgáfu hennar.

Rafbækur eru ekki bækur. Það er ein ástæðan fyrir því að þú heldur ekki á einni slíkri núna. Bækur eru fínar til síns brúks og eru ekkert að hverfa núna, ekki fremur en um síðustu aldamót þegar þú hefur kannski fengið að heyra að þær væru að hverfa.

Líkt og með pappírslausu skrifstofuna er stóra spurningin, til hvers? Þegar þú ert engu betur sett með rafbók en venjulega bók, þá kaupirðu hana ekki. Fyrst þarftu að setja pening í misdýra rafbókalesara eða að minnsta kosti fartölvu sem ræður við þetta. Helst viltu hafa græju eins og iPad, með alvöru skjá og sem ræður við meira en bara að birta bækur. Þar fóru 100 þúsund, og þú hefðir getað keypt 20 bækur í staðinn.

Svo er það spurningin um að eiga bækur. Allt viðskiptamódelið með rafbækur hefur gengið út á að fólk verði að kaupa sig inn í eitt eða tvö lokuð form, að sjálfsögðu þannig að fólk getur ekki afritað með góðu móti. Í raun kaupir fólk aðeins aðgangsréttindi að bókunum eða lesefninu. Dæmin hafa sýnt að bækur hverfa í orðsins fyllstu merkingu úr rafbókalesaranum þegar samningar milli dreifingaraðila bregðast. Það kórónaði kaldhæðni þeirra örlaga þegar bókin 1984 féll út af Kindle-lesurum eftir að Macmillan dró til baka leyfi til Amazon.

Mest notaði rafbókalesarinn er þó fyrir framan þig og þú ert að nota hann einmitt núna til að lesa þessi orð. Yfir 99% af öllu lesefni öðru en á pappír er lesið með vafra. Hann hentar vel til að lesa dæmigerðan texta á neti, þar sem fólk les stutta kafla og notar fremur til stuðnings en afþreyingar. Skáldsögur hafa alltaf verið mikill minnihluti þess sem fólk les hvort eð er, minna en 25% af bóksölu og aðeins örlítill hluti annars útgefins efnis. Það er gott að hafa í huga að metsölubók Íslands ár eftir ár (já það er Símaskráin) er núna að mestu notuð á neti. Þegar umtalaðasta skýrsla síðari ára á þessu landi lítur dagsins ljós síðar í mánuðinum, velja flestir vefútgáfu hennar.

Fólki er illa við að borga hátt verð fyrir lög, myndir eða texta sem er ekki til eignar. Búnaður fyrir aðgangsréttindi (Digital Rights Management, DRM) er ekki vinsæll hjá fjöldanum ef hann hamlar venjulegri notkun og afritun. Fólk vill ekki þurfa að nota sérstakt forrit eða sérstök tæki til þess eins að geta spilað lög, horft á myndir eða lesið texta. Fólki er illa við að borga jafnmikið fyrir rafræna útgáfu eins og prentaða bók. Fólk mun velja útgáfu sem það getur lesið og notað á hvaða tölvu sem er og þá er vafrinn hentugasta tækið. Útgefendur munu þurfa að finna verð, form og útgáfu sem er handhæg og aðlaðandi.

Tim O'Reilly segir hagnað af Safari-bókasafninu vera meiri en tölur sem oft sjást um heildarveltu rafbóka. Safari Books Online byggir á einfaldri áskrift, annað hvort að 10 bókum sem notandi velur í rafræna hillu í hverjum mánuði, eða aðgangi að öllu safninu. Að því leyti er þetta eins og áskriftarsöfnin sem borgarar í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa rekið yfir tveggja alda skeið. Það virkar.

Dæmi um áskriftarsafn af gamla skólanum er London Library, 170 ára gamalt með um 7000 meðlimi. Áskrift kostar 395 pund á ári þegar þetta er skrifað. Safnið á gamlar og nýrri bækur og er auk þess með áskrift að rafrænum tímaritum og gagnasöfnum. Sjá http://www.londonlibrary.co.uk/.
Dæmi um áskriftarsafn á vef er Safari Books Online sem geymir tölvubækur O'Reilly, um 8000 titla og býður tvenns konar áskrift að rafbókum fyrir einstaklinga. Fyrir 23 dollara á mánuði má velja 10 bækur í sína hillu fyrir mánuðinn. Fyrir 43 dollara á mánuði má valsa um allt safnið auk þess að hafa aðgang að ýmsu stuðningsefni á vef. Nú er einnig í boði áskrift fyrir 20 dollara á mánuði að meira úrvali bóka og stuðningsefnis á vef. Sjá nánar á http://www.safaribooksonline.com.


Höfundaréttur verndar vinnu

Höfundaréttur er gerður til að vernda hugverk, vinnu sem lögð er í að setja saman verk sem byggir að miklu leyti á hugmyndum. Rétturinn þýðir að ýmsir sjá sér hag í að leggja í þá vinnu og gefa hana út. Ef ekki kæmi endurgjald, verndað af höfundarétti, yrði þessi flóra miklu fátæklegri og allir myndu bera skaða af.

Það líta ekki allir þannig á málið og sumir telja að höfundaréttur sé til trafala. Eins og má sjá á umræðu sem Salvör Gissurardóttir kveikti eftir fund Wikifólks á fimmtudaginn, þá sýnist sitt hverjum. Mér finnst meinlegt að sjá hversu margir sem þar tjá sig hafa lítið haft fyrir að kynna sér margslunginn heim höfundaréttar.

Þeir sem lesa þessi orðaskipti þurfa að hafa í huga að vilji margra stendur til að ekkert efni á Vefnum sé varið reglum höfundaréttar.


Blessað Vefritið

Nú þykir mér týra á skarinu hjá gamla manninum. Hvorki meira né minna en heilt vefrit vill verða bloggvinur. Með fullri virðingu fyrir því úrvals fólki sem fyllir þennan flokk hjá mér fyrir, þá er ekkert þeirra heilt vefrit.

Ég hef nokkrum sinnum gluggað í ritið en fór núna að skoða betur hverjir skrifa það. Ég þóttist vita áður að þarna færi ungt jafnaðarfólk en af einhverjum ástæðum segjast þau tengjast hvorki stjórnmálaflokkum né félagasamtökum. Gott og vel, en þau fáu nöfn sem ég þekki þarna er ungt jafnaðarfólk.

Veri þau velkomin öll, svo lengi sem ég þarf ekki alltaf að vera sammála þeim!

Það besta sem af er þessu ári?

Gnarls Barkley eru meistarar. Þeir sönnuðu það með disknum St. Elsewhere fyrir tveimur árum. Nú koma þeir sterkir til baka með nýjan disk í apríl. Þetta er forsmekkurinn, tregasálmurinn Run.

Yeah its still the same
Can't you feel the pain
When the needle hits the vein
Ain't nothing like the real thing
I've seen it once before
And oh it's something else
Good god

Cool breeze come on in
Sunshine come on down
These are the tear drops of the clown
Circus is coming to town
All I'm saying is sometimes I'm more scared of myself
You better
move
I said
move

Runaway
Runaway
Run children
Run for your life
Runaway
Runaway
Run children
Here it comes
I said run
Alright

Yeah I'm on the run
See where I'm coming from
When you see me coming run
Before you see what I'm running from
No time for question asking time is passing by
Alright

You can't win child
We've all tried to
You've been lied to
It's all ready inside you
Either you run right now
Or you best get ready to die
You better
move
I said
move

Runaway
Runaway
Run children
Run for your life
Runaway
Runaway
Run children
Ooh
Here it comes
I Said run

Hurry little children
Run this way
I have got a beast at bay
La la la la la la la
La la la
La la la la la la la
La la la la l a
La la la la l a
Runaway
runaway
Run children
run for your life
runaway
runaway
run children
here it comes
said run

Tregasálmurinn Run með Gnarls Barkley, sunginn molto allegro, eiginlega hiphoppo. 


Rick rolling

Vofa gengur laus um Netið, vofa níunda áratugarins. Hún birtist þannig að fólk á það til að læða inn krækjum á Rick Astley, sem öðrum fremur er mynd af froðupoppi frá þeim tíma.

Þessi lágvaxni söngvari með bassaröddina sem ekki samdi neitt sjálfur, heldur reiddi sig á krafta Stock, Aitken og Waterman, hefur öðlast nýjar vinsældir á Youtube, þökk sé alls kyns liði sem krækir á hann án þess að þau sem smella á krækjuna viti að Rick muni birtast, að syngja og dansa (svolítið afkáralega) Never gonna give you up.

Þó að aðeins ein af útgáfunum af laginu hafi verið sótt yfir sjö milljón sinnum er líklegt að fleira en eitt skipti hafi þau sem það gerðu orðið fórnarlamb Rickrolling, sem fyrirbærið er nefnt.

Hérna er viðtal við Rick Astley þar sem hann tjáir sig um þessar óvæntu vinsældir. Hann segir í viðtalinu að þau sem noti lagið til að ráðast á páfastól og á Vísindakirkjuna verði að átta sig á að Rickrolling sé aðeins póstmódernískt fyrirbæri þar sem lítill atburður sé hafinn á stall til að tjá fáránleika nútíma menningar.


Netscape gengið fyrir ætternisstapa

Í dag, 1. mars 2008, verður hætt að styðja við og þróa Netscape vefskoðarann. Það þýðir ekki að Netscape verði ónothæft um leið. Nýlega notaði ég vefskoðara sem hætt var að styðja við og þróa 1995, um svipað leyti og Netscape var að ryðja sér rúms.

Ætli það hafi ekki verið fyrir fimmtán árum sem nokkrir vinir mínir sem stóðu að rekstri Miðheima, sýndu mér framtíðina í netmálum. Það var Mosaic, fyrsti vefskoðarinn sem setti myndir inn á síðu, í stað þess að opna þær í sérglugga.

Mosaic varð óhemju vinsæll í stuttan tíma snemma á tíunda áratugnum. Haustið 1994 kom Netscape sem var miklu þægilegri í notkun og vann markaðinn. Microsoft fór að markaðssetja Internet Explorer ókeypis með Windows. Það, ásamt því að Netscape var ekki þróað mikið áfram, þýddi að færri og færri notuðu vefskoðarann.

Á grunni kóðans bak við Netscape var búinn til Firefox, sem er sá vefskoðari sem ég nota mest þessi árin.


Wikipedia neitar að taka burtu myndir af spámanninum

Í kaflanum um Múhameð spámann í ensku Wikipediunni eru gamlar persneskar (íranskar) myndir af spámanninum.

Hart hefur verið lagt að þeim sem skrifa í alfræðiritið að taka þessar myndir burtu, en það hefur ekki enn gerst.

Sunni-múslimar og Shia-múslimar, sem eru fjölmennir í Íran, hafa ekki alveg sömu sýn á það hvort það teljist leyfilegt að sýna andlit spámannsins. 


mbl.is Pakistönsk stjórnvöld mótmæla Múhameðsmyndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er Grandavegur víða

Í gær benti ég umsjónarfólki Moggavefs á að fyrirsögnin Grandavegur lokaður væri röng, þar sem gatan sem um ræddi héti Eiðsgrandi. Þau leiðréttu það í frétt og í krækju en ekki í fyrirsögn.

Nú er frétt af húsi á Grandagarði og enn er Grandavegur kominn í fréttir.

Grandavegur liggur frá Meistaravöllum niður á Eiðisgranda, samhliða Hringbraut. Hann er fjarri þessum vettvangi, var ekki lokaður í gær og húsið sem um ræðir hér er ekki við Grandaveg, eins og kemur reyndar fram í fréttinni.


mbl.is Gefa Grandaveg 8
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritstjóri Spiegelvefs verður aðalritstjóri

Í dag taka við stöðu aðalritstjóra Spiegel þeir Mathias Müller von Blumencron, fyrrum ritstjóri Spiegel Online og Georg Mascolo, yfirmaður Spiegel í Berlín.

Þessi frétt kemur eftir nokkrar deilur milli starfsfólks Spiegel og útgáfufyrirtækisins Gruner + Jahr. Það má telja tímanna tákn að ritstjóri vefútgáfu verði að aðalritstjóra á þessu áhrifamikla riti.


And-evrópskar leitarvélar og fleira gott

Um aldamótin hittust leiðtogar Evrópusambandsins í Lissabon, því þá fóru Portúgalar með leiðtogahlutverk, og settu fram Lissabon-áætlunina um samkeppnishæfni Evrópu. Í stuttu máli átti Evrópa að geysast fram úr Bandaríkjunum (þó þau væru ekki nefnd á nafn) og vera í fremstu röð í heiminum um samkeppnishæfni.

Því miður átti þetta að gerast fyrir tilverknað opinberra stofnana. Í huga margra klingdu orð Hrjúsjoffs (Krusjev), aðalritara Kommúnistaflokks Sovétríkjanna frá 1960 þegar hann lofaði að borgarar þar færu fram úr efnalegri velsæld vestan hafs.

Hér verður því ekki spáð að niðurstöðurnar verði jafn svakalegar og gerðust eystra. Þegar efnaleg velsæld var orðið keppikeflið, var ljóst hvor aðilinn hefði betur. Ef Evrópa ætlar að gera samkeppnishæfni að leiðarhnoða, þá má fara að beina sjónum annað.

Um tíma virtist að vel gengi í Evrópu með þessi markmið, eins og gerist oft í byrjun opinberra átaksverkefna. Peningum er dælt í þessi verkefni og eins og gera má ráð fyrir, eykst bjartsýni. Evran fór að taka við sér í hlutfalli við dollar.

Undir niðri voru engar breytingar. Ósveigjanleg atvinnupólitík þýðir að athafnafólk (ljótt orð í Evrópu) ræður ekki fólk til vinnu nema allt annað sé komið í óefni. Sérstaklega er slæmt að ráða ungt fólk. Það flykkist nú til Bretlands þar sem atvinnuöryggið er minna og betra að fá vinnu (ef þetta hljómar sem þversögn hjá einhverjum lesenda, er bent á að lesa svokallaða hagfræði). Hagvöxtur var mældur í prómillum og styrkjakerfið letur fyrirtæki til breytinga sem þjóna notendum, en hvetur til að þjóna opinberum markmiðum.

Fordildin hjá Evrópusambandinu kom best í ljós þegar ákveðið var að búa til svar við Google. Samkvæmt sambandinu þurfti evrópska leitarvél sem svar við Google. Nú hafði Google ekki verið sérlega and-evrópsk fram að þessu. Undirritaður og margir evrópskir kunningjar hafa notað Google einmitt vegna þess hversu auðvelt var að finna heimildir frá eigin landi þar. Fólk getur gert litla tilraun og slegið inn leitarorð úr þessari færslu í Emblu annars vegar og Google hins vegar og séð hvoru megin niðurstöðurnar birtast. Google var náttúrulega ekki spurning til Evrópusambandsins, heldur gott leitartæki, ætlað að auðvelda fólki lífið og skapa eigendum og starfsfólki sínu ágóða. Það var búið til af fólki árið 1998 sem vissi vel hvað Vefurinn var, lifði og starfaði með hann stöðugt á skjáborðinu. Hversu margir af leiðtogunum í Lissabon árið 2000 gerðu þetta? Svarið er þekkt, en engin verðlaun fyrir að svara 0.

Svo má minna á að markmið Lissabon-áætlunarinnar um samkeppnishæfni árið 2000 var hvorki meira né minna en að Evrópusambandið yrði samkeppnishæfnasta svæði í heimi árið 2010. Lítið á það.


Næsta síða »

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband