Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Tónlist

Meira af Karli Sighvatssyni

Í október skrifaði ég um Kalla Sighvats:

Má þakka tækninni?

Já, ég held að margt smátt geri margt gott og tæknin er alltaf að hjálpa til með litlum þægindum.

Eitt dæmið er að geta hlustað á þátt um mesta organista íslenskrar dægurtónlistar, Karl Sighvatsson, næsta hálfa mánuðinn. Magnað.

 Jæja, nú er búið að endurflytja þáttinn og enn má hlusta á hann í hálfan mánuð, til sunnudagsins 20. apríl. Enn magnaðra.

 


Það besta sem af er þessu ári?

Gnarls Barkley eru meistarar. Þeir sönnuðu það með disknum St. Elsewhere fyrir tveimur árum. Nú koma þeir sterkir til baka með nýjan disk í apríl. Þetta er forsmekkurinn, tregasálmurinn Run.

Yeah its still the same
Can't you feel the pain
When the needle hits the vein
Ain't nothing like the real thing
I've seen it once before
And oh it's something else
Good god

Cool breeze come on in
Sunshine come on down
These are the tear drops of the clown
Circus is coming to town
All I'm saying is sometimes I'm more scared of myself
You better
move
I said
move

Runaway
Runaway
Run children
Run for your life
Runaway
Runaway
Run children
Here it comes
I said run
Alright

Yeah I'm on the run
See where I'm coming from
When you see me coming run
Before you see what I'm running from
No time for question asking time is passing by
Alright

You can't win child
We've all tried to
You've been lied to
It's all ready inside you
Either you run right now
Or you best get ready to die
You better
move
I said
move

Runaway
Runaway
Run children
Run for your life
Runaway
Runaway
Run children
Ooh
Here it comes
I Said run

Hurry little children
Run this way
I have got a beast at bay
La la la la la la la
La la la
La la la la la la la
La la la la l a
La la la la l a
Runaway
runaway
Run children
run for your life
runaway
runaway
run children
here it comes
said run

Tregasálmurinn Run með Gnarls Barkley, sunginn molto allegro, eiginlega hiphoppo. 


Ishikawa er hérað

Aftur hefur Moggavef tekist að þýða erlenda frétt án þess að vita um hvað hún fjallar. Hér er sagt að píanóleikari heiti Ishikawa Prefecture, sem þýðir Ishikawa-hérað (Ishikawa-ken á japönsku).

Píanóleikarinn heitir Yosuke Yamashita eins og heyra má í fréttinni frá Reuters.

Fyrr í dag sagði Moggavefur frá borginni Shiite í Karbala. Þar hafði blaðamaður tekið enska orðið Shiite (sjíti) og blandað saman við borgarnafnið Karbala. 


mbl.is Brennandi tónlistarástríða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir meistarar sveiflunnar látnir

Í gær bárust fregnir af því að píanósnillingurinn Oscar Peterson væri látinn.

Hann hugðist fyrst spila á trompet, en berklasmit setti strik í þann reikning. Hann byrjaði þá að spila á píanó, sem betur fer fyrir jazzheiminn. Hann var kröfuharður flytjandi við áhorfendur, en það endurspeglaði kröfuhörku hans við sjálfan sig.

Hann spilaði ýmsar tegundir af jazz, en var af sveiflukynslóð og spilaði sveifluna hratt og örugglega. 

Á níunda áratugnum spilaði hann með Herbie Hancock og náði þannig til yngri kynslóða. Hann skilaði miklu æviverki.

Á svipuðum tíma lést einn af okkar sveiflusnillingum, Árni Scheving. 


Jólatónlistin á heimilinu

Það er ljóst að einn diskur var mest keyptur á árinu á heimilinu. Ég keypti eintak af Mugiboogie til að gefa í nóvember og var að kaupa annað í Mugibúðinni. Þar næ ég í tónlistina og bíð svo bara rólegur eftir sérárituðu eintaki að vestan.

Af öðrum má nefna Sprengjuhöllina, Jakobínarínu og Hjaltalín. Sprengjuhöllin er í mestu uppáhaldi af þessum þremur. Ampop styttu mér stundir í sumar. Takk Sigur Rósar kom í minn hlut eftir að hafa stjórnað hluta af ráðstefnu í haust. LCD Soundsystem verður nefnt af erlendu efni.

Það sem hljómar í þessum skrifuðum orðum er Misa Criolla eftir Ramirez, jólatónlistin í ár og mörg önnur ár. Útgáfan er með Jose Carreras. Margir vöndust við útgáfuna frá 1970, sem Ramirez stjórnaði sjálfur, og þykir þessi of fínleg. Hann er vandrataður, millivegurinn.


Jólabarnið Shane McGowan

Meðan mannanna börn fagna fæðingu Jesú fyrir 2007 árum, svona um það bil, þá verður annað jólabarn 50 ára.

Shane McGowan fæddist 25. desember 1957. Hann öðlaðist frægð með The Pogues. Tónlistin var kölluð þjóðlagapönk en ég kalla hana bara Pogues. Gróf en viðkunnaleg rödd Shane var það sem skildi Pogues að frá öðrum böndum á svipuðum slóðum, sem kom í ljós þegar þeir ráku hann og misstu vinsældirnar í kjölfarið.

Fyrir 20 árum áttu þeir næstvinsælasta lagið um jólin, Fairytale of New York. McGowan og Jeremy Finer sömdu lagið um drauma og vonbrigði írskra fyllibytta í New York.

Pogues fluttu lagið með Kirsty McColl. Á þessu ári vildi Radio 1 hjá BBC ritskoða skammaryrðin sem þau kasta á milli sín. Lagið fær sjarma sinn öðru fremur af kaldranalegum kveðjunum, þannig að þær hafa enn fengið að hljóma.

McGowan hefur ekki þótt lifa heilsusamlegu lífi. Það má frekar segja að hann hafi reykt það sem að kjafti kemur, drukkið allt sem rennur nema skíði og skauta, og ekki slegið slöku við í annarri neyslu.

Árangurinn er vel sjáanlegur þegar Pogues og Katie Melua fluttu Fairytale of New York jólin 2005. Maðurinn er 48 ára þar, kominn að grafarbakkanum og búinn að missa röddina. Það er ekki fallegt að sjá fólk dást að þessari hryggðarmynd. 


Karl Sighvatsson

Má þakka tækninni?

Já, ég held að margt smátt geri margt gott og tæknin er alltaf að hjálpa til með litlum þægindum.

Eitt dæmið er að geta hlustað á þátt um mesta organista íslenskrar dægurtónlistar, Karl Sighvatsson, næsta hálfa mánuðinn. Magnað.


Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband