Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Endursýningar endalaust

Nú styttist í okkar íslensku nóttlausu voraldar veröld eins og Tómas kvað. Íslenska ríkissjónvarpið virðist ætla að búa okkur undir þessa tíð með endalausum endursýningum. Ég hef þess vegna lítið horft á það sem þar hefur verið í boði.

Það breytist í kvöld þegar Skaupið 2006 verður endursýnt. Hvers vegna gátum við ekki verið meira eins og Hannes Smárason?


Af sjónarhóli Sjálfstæðisflokksins

Það er eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn telji allar breytingar á stjórnarskrá vanhugsaðar. Þetta er sá flokkur sem hefur einfaldlega ekki hugsað út í að það þyrfti neinar breytingar á stjórnskipulagi landsins undanfarin 18 ár.

Þetta er sá eini flokkur sem áttar sig ekki á að þegar Geir Haarde ákallaði æðri máttarvöld að hjálpa Íslandi fyrir sjö mánuðum, þá hugsuðu ekki allir - Guð minn góður, hvað er hægt að gera? Margir hugsuðu öllu frekar - Hvað er hægt að gera til að breyta þessu stjórnskipulagi? Hvernig getur þjóðin haft meiri áhrif á örlög sín?

Hjá flestum okkar var það ekki spurningin um hvort þjóðin ætti að hafa meiri áhrif á örlög sín heldur hvernig. Það er eðlilegt að fólk reyni að brjóta upp það stjórnmálakerfi þar sem tveir formenn stjórnarflokka ráða eða virðast ráða öllu um það sem gert er í landinu. Þó þjóðin sé smá er völ á fleirum.

Það er rík regla að stjórnskipun eigi ekki að breyta nema að vel ígrunduðu ráði. Það er enn ríkari regla að stjórnskipun landsins skuli vera í takt við það sem þjóðin kýs og ekki stjórnskipun sem endurspegli ástand sem er löngu liðið.

 


« Fyrri síða

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband