Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Mótmælin 30. mars 1949 sem skrípamynd

Það voru nokkrir sem tóku kvikmyndir af mótmælunum á Austurvelli 30. mars 1949, að því að mér virðist með 8mm myndavélum þess tíma. Þessar vélar tóku ekki upp hljóð og gengu yfirleitt á 18 römmum á sekúndu.
 
Síðar var farið að sýna þessar myndir eins og aðrar á 24 römmum á sekúndu, eða þriðjungi hraðar. Tindilfættir mótmælendur hlaupa undan táragassprengjunum meðan lögreglan lætur kylfur dynja hraðar en auga á festir. Það er vegna þess að kvikmyndasýningarvélar seinni tíma voru stilltar fyrir þann hraða.
 
Þetta er skrípamynd. Það er eitt að sýna Buster Keaton, Chaplin, Laurel og Hardy á afkáralegum hraða en annað að sýna myndir af því sem gerðist á Austurvelli þennan dag á þennan hátt. Það er ekki ofraun tæknimönnum að hægja á myndunum sem nemur einum fjórða hraðans og sjá hvort það er ekki nær réttu lagi.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband