Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
8.1.2009 | 07:01
Að gera Sjálfstæðisflokkinn ókjósanlegan
Nú hefur einn af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins lagt fram áætlun um að höggva stórt skarð í heilbrigðisþjónustuna í Hafnarfirði, á spítala sem þjónar um tíunda hluta landsmanna. Þessi aðgerð er sett undir hatt með mörgum öðrum og sagt að þar sé almennt hagræði sem náist á næstu árum. Þessi einstaka aðgerð er þó langt frá því að vera hagfelld að mati þeirra sem til þekkja:
- Að sögn starfsmanna St. Jósefsspítala hefur kostnaður þar á legudag verið verulega lægri en á Landspítala, enda er yfirbyggingin hlutfallslega miklu smærri í Hafnarfirði.
- Almenn ánægja hefur verið í Hafnarfirði með þjónustu spítalans.
- Aðgerðir á skurðstofum þar hafa verið eftirsóttar og fólk þar unnið sitt til að stytta biðlista.
Það er aðferðin sem einkum vekur athygli. Ekkert samráð hefur verið haft við hlutaðeigandi; starfsfólk spítalans, íbúa Hafnarfjarðar og aðra sem hlut eiga að máli. Ekki hefur einu sinni verið rætt um málið í heilbrigðisnefnd Alþingis.
Skurðstofur í Keflavík sem hafa staðið illa nýttar hafa spilað stórt hlutverk í þessum ákvörðunum. Heilbrigðisráðuneytið vill fara þá leið að brjóta upp starfsemi sem hefur gengið vel í mörg ár í Hafnarfirði til að ná fram betri nýtingu á þessum stofum í Keflavík. Langtum minni aðgerð hefði verið falin í því að finna tækjum vannýttu skurðstofunnar annað heimili heldur en að snúa á hvolf heilu stofnununum. Hér er á ferðinni ótrúleg tæknihyggja og lítill skilningur á því hvað liggur bak við gott starf fólks á smárri stofnun.
Fjármálakreppan sem skók Ísland 2008 er mál málanna og verður það næstu ár. Það ætti að standa öllu forystufólki í stjórnmálum nærri að fara yfir ástæður þess að hún hrinti Íslandi fram á ystu nöf og þar fram af. Stjórnmálamenn sem nota tímann núna til að breyta almannaþjónustu sem hefur gengið vel, verða metnir að minna.
Sjálfstæðisflokkurinn er stórt afl í Hafnarfirði og þessar aðgerðir skipta flokkinn máli, bæði þar og á landsvísu. Það skiptir þess vegna flokkinn miklu núna að snúa við blaðinu og gera sig að bærilegum kosti í næstu kosningum, en ekki að láta fólk minnast sín sem eyðileggingarafls.
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar