Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
20.10.2008 | 00:08
Endur- og nýgerð gömul hús
Mér finnst alltaf gaman að sjá þegar fólk talar um að gera við timburhús sem eru farin að fylla öldina eða meira.
Sjálfur hef ég búið í 130 ára gömlu húsi (sem nú er að verða 150 ára) og flutti í það úr 80 ára gömlu húsi (sem nú er að verða 100 ára) í miðbæ Reykjavíkur.
Mér finnst það ekki fallega sagt þegar fólk talar um að gera við svo gamalt timburhús. Sannleikurinn er sá að enginn upprunalegur burðarviður eða borðviður er nýtilegur í svo öldnu húsi. Slíkur viður er ekki til frambúðar. Hann er því tekinn burtu og nýr viður settur í staðinn.
Hingað til hefur verið sett sjónarspil á svið þar sem fólk endurbyggir húsin án þess að rífa upprunalega húsið, heldur skiptir um við fyrir við og borð fyrir borð.
Sjónarspilið er ekki viðhaft núna við húsið á horni Þingholtsstrætis og Bankastrætis (beint á móti B5) heldur hefur það verið rifið niður og sett snotur mynd af því á girðingu sem var reist til að fólk þyrfti ekki að horfa á rústirnar.
Það er rétt að taka fram að ég er ekki að hnýta í Þorstein Bergmann og hans fólk. Það vinnur góða vinnu.
Fólk þarf hins vegar ekki að láta eins og við séum ekki að endurbyggja þessi gömlu hús. Þó að fylgt sé gömlum myndum, lýsingum og teikningum, þá eru þau reist í þeirri mynd sem fólki líkar vel á fyrsta áratug 21. aldar.
Umhverfi | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2008 | 12:47
14-3
Þau sem heimsækja England þessa dagana hafa líklega hugann mest við óhagstætt gengi og mikilvægi þess að minnast lítið á það að maður sé Íslendingur.
Það gæti farið fram hjá þeim eins og öðrum sem heimsækja Englendinga að undanfarna mánuði hefur enska karlalandsliðið í fótbolta átt sína bestu tíð síðan 1966.
Af fjórum leikjum í undankeppni HM hafa þeir unnið fjóra. Þeir hafa skorað 14 mörk og fengið á sig 3.
Þó að fótbolti sé mikilvægari en líf og dauði fyrir marga ræða enskir lítið um þennan góða árangur. Það getur verið af varfærni þar sem liðið á eftir sex leiki í riðlinum. Það bætist við varfærnina að nýr framkvæmdastjóri stendur að baki öllum sigrunum og að hann er Ítali.
Capello hefur tekist að töfra fram það besta hjá Ferdinand, Rooney og Heskey. Heskey byrjaði reyndar að blómstra eftir að fara til Wigan og er núna aftur orðinn álitlegur kostur fyrir Liverpool. Það er engin ástæða til annars en að Englendingum takist jafn vel í síðari hrinu undankeppninnar, sem byrjar 28. mars og lýkur 14. október á næsta ári.
Það var oft látið eins og Sven-Göran Eriksson tækist ekki að koma liðinu eins langt og það hefði átt að fara. Hann kom því þó í undanúrslit í HM 2006. Það kann að villa fólki sýn að þó að enska Premier League sé greinilega orðin sterkasta landsdeildin þá segir það lítið um styrk enska landsliðsins. Núna hefur það náð sér á strik og þarf bara að sjá hvort þetta dugir til 2010.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2008 | 08:12
Kosningin í öryggisráðið
Undanfarinn mánuð hafa orðið mikil tíðindi í efnahag landsins. Einhver hefur lýst því svo að þetta væri eins og að hafa búið með ofdrykkjumanni í mörg ár, sitja nú uppi með skuldirnar og þurfa að borga sukkið.
Þetta má til sanns vegar færa. Nú þegar rykið fellur til jarðar eftir efnahagshrunið verða nokkrar lexíur ljósar. Ein er sú að sannfæring Íslendinga um að þeir séu mestir og bestir þó þeir séu fáir, er stórhættuleg sjálfsblekking.
Hér eftir má taka allan vara á því í hvert skipti sem Íslendingar segjast nota sérreglur af því að þeir séu svo sérstakir. Nei, þið eruð það ekki og þið skuluð fylgja sömu reglum og aðrar Evrópuþjóðir.
Hluti þessarar sjálfsblekkingar er viðleitni í smáu samfélagi til að þagga niður alla gagnrýni. Hvort sem Íslendingar eru gagnrýndir af samlöndum sínum eða öðrum, þá ráðast þeir af krafti og persónulega á hvern þann sem leyfir sér að gera svo.
Sjálfsblekkingin nær um allt þjóðfélagið. Ummæli ráðamanna um möguleika Íslendinga á að komast í öryggisráðið sýna þetta.
Ef þjóðin er nýkomin úr sambúð með ofursukkara fjármálanna má hún ekki hlaupa beint í fangið á sömu manntegund stjórnmálanna.
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar