23.4.2009 | 10:49
Kvótinn, á að laga hann eða vilja menn bara meira
Aldrei hef ég séð kvótakerfið sem eitthvert undrakerfi heldur illskásta kostinn í stöðunni. Hér verður að vera veiðistjórnun og í sóknarkerfinu sem var hér lengi var alltaf veitt mikið fram yfir heildarkvóta.
Ég ber ekki mikla virðingu fyrir óréttlætinu sem felst í núverandi kerfi og sé ekki hvernig veiðireynsla þriggja ára á níunda áratugnum á að vera grundvöllur fyrir eignamyndun um aldur og eilífð.
Ég hef lagt sitthvað á mig til að finna hvað gagnrýnendur kvótakerfisins vilja setja í staðinn og hef helst séð tvennt, að nota færeyska kerfið og svo hörð krafa um miklu hærri kvóta. Um allan heim sé ég afleiðingar þess þegar látið er undan kröfum um hærri kvóta, með þeim ummælum að annars missi fólk vinnuna. Þá er stutt í að stofnar hrynji. Dæmin um þetta eru óteljandi og bætist stöðugt við á hverju ári í flestum löndum öðrum en Íslandi.
Einn versti galli núverandi kvótakerfis er óöryggi litlu plássanna um það hvar kvótinn verður næsta ár. Ég sé nokkrar leiðir sem geta bætt þetta að einhverju leyti, eins og að bátar yfir ákveðinni stærð fái aðeins að veiða utan ákveðinna marka, til dæmis 4, 6 eða 12 mílur. Innan þeirra fái aðeins bátar sem eru til dæmis undir 15 brúttótonnum að veiða en verði einnig undir kvóta þar.
Ég óska mínum örfáu lesendum gleðilegs sumars og vona að vetur eins og þessi komi ekki aftur!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fréttir, Umhverfismál | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.