22.4.2009 | 08:11
Fram á brún hengiflugsins - og fram af
Maður var nefndur Hyman Minsky og hefur sagt fyrir um hvernig fjárfestingar ganga í góðæri. Ég endursegi hérna eina kenningu hans í tilefni viðburðaríks vetrar, sem nú kveður.
Í fyrsta þrepi vilja fjárfestar eiga borð fyrir báru og eiga bæði fyrir greiðslu vaxta og afborgunum af höfuðstól, og oft eitthvað að auki. Þetta má kalla gætnistig, sem Minsky nefnir hedge investors.
Þegar góðæri gengur lengra verða fjárfestar áhættusæknari og fara að auka skuldsetningu þannig að þeir eiga aðeins fyrir greiðslu vaxta en geta ekki greitt afborganir af höfuðstól að fullu. Þetta er tímabil áhættufjárfestinga sem Minsky kallar speculative investment. Þá þurfa fjárfestar stöðugt að endurfjármagna, taka ný lán til að greiða eldri. Kannast einhver við þetta?
Á þriðja stigi, sem Minsky kallar Ponzi finance, getur fjárfestir ekki greitt vaxtagreiðslur nema með lánsfé. Á þessu stigi verður fjárfestir að skuldsetja allar eignir í topp. Kannast einhver við þetta? Ponzi sem vísað er í er Charles Ponzi sem byrjaði eitt frægasta píramídafyrirtæki sögunnar.
(Sjá The Risk of Economic Crisis, s. 160-161).
Höfundur er ekki hagfræðingur en hefur áhuga á þessum málum af augljósum ástæðum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Viðskipti og fjármál, Lífstíll | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.