Leita í fréttum mbl.is

Of auðvelt að ruglast á frjálshyggju og græðgi

Margir kenna frjálshyggjunni um allt illt sem gerðist á Íslandi og í heiminum á þessum vetri. Ég held að hér sé verið að nota orðið frjálshyggja í staðinn fyrir það sem ég kalla fullkomna ágóðahyggju.

Ágóðahyggjan þýddi að allur rekstur, opinber, félagslegur og einkarekstur var settur undir þann hatt að hann ætti að skila sem mestum ágóða. Aðrir þættir voru skildir eftir, jafnvel taldir hjákátlegir. Svo varð ágóðahyggjan að meira og meira skammtímamarkmiði og öll meðul notuð til að þrýsta upp hlutabréfaverði með alþekktum afleiðingum.

Frjálshyggjan er ekki það sama og gróðahyggja. Það verður því miður að segja að það var auðvelt að rugla þessu saman síðustu 18 ár á Íslandi. Frjálshyggjufólk gekk í fararbroddi þessarar ágóðahyggju. Það gerði ekkert til að slíta sundur tengsl ríkisvalds og auðmanna sem ætti að vera einn af hornsteinum frjálshyggjunnar, heldur þvert á móti elfdi þessa samvinnu. Þá gerir lítið þó sumt gott fólk bendi á að ríkisábyrgð á skuldbindingum fyrirtækja eins og einkarekinna banka sé alger andstæða frjálshyggjunnar.

Helsta von hægrimanna er nú að vinstrimenn geri þau mistök að vilja aukinn opinberan rekstur. Það hefur verið reynt og var enn ömurlegra en rekstrarumhverfið í vetur.

Í öllum rekstri, einkarekstri, opinberum og félagslegum rekstri verður að taka tillit til fjár, félagslegra og siðferðilegra þátta allra í senn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband