8.4.2009 | 20:27
Af sjónarhóli Sjálfstæðisflokksins
Það er eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn telji allar breytingar á stjórnarskrá vanhugsaðar. Þetta er sá flokkur sem hefur einfaldlega ekki hugsað út í að það þyrfti neinar breytingar á stjórnskipulagi landsins undanfarin 18 ár.
Þetta er sá eini flokkur sem áttar sig ekki á að þegar Geir Haarde ákallaði æðri máttarvöld að hjálpa Íslandi fyrir sjö mánuðum, þá hugsuðu ekki allir - Guð minn góður, hvað er hægt að gera? Margir hugsuðu öllu frekar - Hvað er hægt að gera til að breyta þessu stjórnskipulagi? Hvernig getur þjóðin haft meiri áhrif á örlög sín?
Hjá flestum okkar var það ekki spurningin um hvort þjóðin ætti að hafa meiri áhrif á örlög sín heldur hvernig. Það er eðlilegt að fólk reyni að brjóta upp það stjórnmálakerfi þar sem tveir formenn stjórnarflokka ráða eða virðast ráða öllu um það sem gert er í landinu. Þó þjóðin sé smá er völ á fleirum.
Það er rík regla að stjórnskipun eigi ekki að breyta nema að vel ígrunduðu ráði. Það er enn ríkari regla að stjórnskipun landsins skuli vera í takt við það sem þjóðin kýs og ekki stjórnskipun sem endurspegli ástand sem er löngu liðið.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Mannréttindi | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.