30.3.2009 | 21:51
Mótmælin 30. mars 1949 sem skrípamynd
Það voru nokkrir sem tóku kvikmyndir af mótmælunum á Austurvelli 30. mars 1949, að því að mér virðist með 8mm myndavélum þess tíma. Þessar vélar tóku ekki upp hljóð og gengu yfirleitt á 18 römmum á sekúndu.
Síðar var farið að sýna þessar myndir eins og aðrar á 24 römmum á sekúndu, eða þriðjungi hraðar. Tindilfættir mótmælendur hlaupa undan táragassprengjunum meðan lögreglan lætur kylfur dynja hraðar en auga á festir. Það er vegna þess að kvikmyndasýningarvélar seinni tíma voru stilltar fyrir þann hraða.
Þetta er skrípamynd. Það er eitt að sýna Buster Keaton, Chaplin, Laurel og Hardy á afkáralegum hraða en annað að sýna myndir af því sem gerðist á Austurvelli þennan dag á þennan hátt. Það er ekki ofraun tæknimönnum að hægja á myndunum sem nemur einum fjórða hraðans og sjá hvort það er ekki nær réttu lagi.
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.