20.10.2008 | 00:08
Endur- og nýgerð gömul hús
Mér finnst alltaf gaman að sjá þegar fólk talar um að gera við timburhús sem eru farin að fylla öldina eða meira.
Sjálfur hef ég búið í 130 ára gömlu húsi (sem nú er að verða 150 ára) og flutti í það úr 80 ára gömlu húsi (sem nú er að verða 100 ára) í miðbæ Reykjavíkur.
Mér finnst það ekki fallega sagt þegar fólk talar um að gera við svo gamalt timburhús. Sannleikurinn er sá að enginn upprunalegur burðarviður eða borðviður er nýtilegur í svo öldnu húsi. Slíkur viður er ekki til frambúðar. Hann er því tekinn burtu og nýr viður settur í staðinn.
Hingað til hefur verið sett sjónarspil á svið þar sem fólk endurbyggir húsin án þess að rífa upprunalega húsið, heldur skiptir um við fyrir við og borð fyrir borð.
Sjónarspilið er ekki viðhaft núna við húsið á horni Þingholtsstrætis og Bankastrætis (beint á móti B5) heldur hefur það verið rifið niður og sett snotur mynd af því á girðingu sem var reist til að fólk þyrfti ekki að horfa á rústirnar.
Það er rétt að taka fram að ég er ekki að hnýta í Þorstein Bergmann og hans fólk. Það vinnur góða vinnu.
Fólk þarf hins vegar ekki að láta eins og við séum ekki að endurbyggja þessi gömlu hús. Þó að fylgt sé gömlum myndum, lýsingum og teikningum, þá eru þau reist í þeirri mynd sem fólki líkar vel á fyrsta áratug 21. aldar.
Meginflokkur: Umhverfi | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.