19.10.2008 | 12:47
14-3
Þau sem heimsækja England þessa dagana hafa líklega hugann mest við óhagstætt gengi og mikilvægi þess að minnast lítið á það að maður sé Íslendingur.
Það gæti farið fram hjá þeim eins og öðrum sem heimsækja Englendinga að undanfarna mánuði hefur enska karlalandsliðið í fótbolta átt sína bestu tíð síðan 1966.
Af fjórum leikjum í undankeppni HM hafa þeir unnið fjóra. Þeir hafa skorað 14 mörk og fengið á sig 3.
Þó að fótbolti sé mikilvægari en líf og dauði fyrir marga ræða enskir lítið um þennan góða árangur. Það getur verið af varfærni þar sem liðið á eftir sex leiki í riðlinum. Það bætist við varfærnina að nýr framkvæmdastjóri stendur að baki öllum sigrunum og að hann er Ítali.
Capello hefur tekist að töfra fram það besta hjá Ferdinand, Rooney og Heskey. Heskey byrjaði reyndar að blómstra eftir að fara til Wigan og er núna aftur orðinn álitlegur kostur fyrir Liverpool. Það er engin ástæða til annars en að Englendingum takist jafn vel í síðari hrinu undankeppninnar, sem byrjar 28. mars og lýkur 14. október á næsta ári.
Það var oft látið eins og Sven-Göran Eriksson tækist ekki að koma liðinu eins langt og það hefði átt að fara. Hann kom því þó í undanúrslit í HM 2006. Það kann að villa fólki sýn að þó að enska Premier League sé greinilega orðin sterkasta landsdeildin þá segir það lítið um styrk enska landsliðsins. Núna hefur það náð sér á strik og þarf bara að sjá hvort þetta dugir til 2010.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Kvikmyndir | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.