17.10.2008 | 08:12
Kosningin í öryggisráðið
Undanfarinn mánuð hafa orðið mikil tíðindi í efnahag landsins. Einhver hefur lýst því svo að þetta væri eins og að hafa búið með ofdrykkjumanni í mörg ár, sitja nú uppi með skuldirnar og þurfa að borga sukkið.
Þetta má til sanns vegar færa. Nú þegar rykið fellur til jarðar eftir efnahagshrunið verða nokkrar lexíur ljósar. Ein er sú að sannfæring Íslendinga um að þeir séu mestir og bestir þó þeir séu fáir, er stórhættuleg sjálfsblekking.
Hér eftir má taka allan vara á því í hvert skipti sem Íslendingar segjast nota sérreglur af því að þeir séu svo sérstakir. Nei, þið eruð það ekki og þið skuluð fylgja sömu reglum og aðrar Evrópuþjóðir.
Hluti þessarar sjálfsblekkingar er viðleitni í smáu samfélagi til að þagga niður alla gagnrýni. Hvort sem Íslendingar eru gagnrýndir af samlöndum sínum eða öðrum, þá ráðast þeir af krafti og persónulega á hvern þann sem leyfir sér að gera svo.
Sjálfsblekkingin nær um allt þjóðfélagið. Ummæli ráðamanna um möguleika Íslendinga á að komast í öryggisráðið sýna þetta.
Ef þjóðin er nýkomin úr sambúð með ofursukkara fjármálanna má hún ekki hlaupa beint í fangið á sömu manntegund stjórnmálanna.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.